Markaðurinn
Negroni vikan er hafin
Vikan 24. – 30. júní er tileinkuð hinum klassíska kokteil Negroni. Negroni week hefur verið haldin hátíðleg frá árinu 2013 um allan heim, þar sem að barir og veitingastaðir sameinast í að útbúa einn af klassískustu og bestu kokteilum í heiminum og safna peningum til góðgerðarmála í leiðinni.
Fimmtán íslenskir veitingastaðir taka þátt í ár
Hver staður sem skráir sig greiðir upphæð í skráningargjald sem rennur beint til góðgerðarmála. Í ár taka yfir 12 þúsund staðir þátt í heiminum og það hafa safnast rúmlega 37 milljónir.
Á Íslandi eru 15 staðir að taka þátt í ár og verður hægt að fá þennan frábæra drykk í sinni upprunalegu mynd og með allskonar skemmtilegum snúningum um allan bæ.
Í ár á Negroni stórafmæli en það eru 100 ár síðan að Count Camillo Negroni í Florence á Ítalíu útbjó drykkinn í fyrsta sinn.
Negroni samanstendur af 3 hráefnum:
Campari, Gini og Sætum vermouth.
Hann er hrærður og skreyttur með appelsínu berki.
Þeir staðir sem að þú getur fengið Negroni á Negroni week eru eftirfarandi:
- Loftið
- Kol
- RVK Meat
- Apótekið
- Fjallkonan
- Miami
- Bastard
- Magic Ice
- Pablo Discobar
- Public house
- Kaffi Lækur
- Veður
- Mathús Garðabæjar
- Lebowski bar
- Slippbarinn
Í lok vikunnar verður svo kokteil keppni á Pablo Diskóbar þar sem að bestu barþjónar Íslands munu keppast um að gera Ítalska Negroni drykkinn.
Sigurvegari kvöldsins fær þann heiður að eiga Negroni Vikunnar 2019 ásamt því að fá 100.000 kr gjafabréf sem hann fær að gefa til góðs málefnis að eigin vali.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024