Markaðurinn
Negroni vikan er hafin
Vikan 24. – 30. júní er tileinkuð hinum klassíska kokteil Negroni. Negroni week hefur verið haldin hátíðleg frá árinu 2013 um allan heim, þar sem að barir og veitingastaðir sameinast í að útbúa einn af klassískustu og bestu kokteilum í heiminum og safna peningum til góðgerðarmála í leiðinni.
Fimmtán íslenskir veitingastaðir taka þátt í ár
Hver staður sem skráir sig greiðir upphæð í skráningargjald sem rennur beint til góðgerðarmála. Í ár taka yfir 12 þúsund staðir þátt í heiminum og það hafa safnast rúmlega 37 milljónir.
Á Íslandi eru 15 staðir að taka þátt í ár og verður hægt að fá þennan frábæra drykk í sinni upprunalegu mynd og með allskonar skemmtilegum snúningum um allan bæ.
Í ár á Negroni stórafmæli en það eru 100 ár síðan að Count Camillo Negroni í Florence á Ítalíu útbjó drykkinn í fyrsta sinn.
Negroni samanstendur af 3 hráefnum:
Campari, Gini og Sætum vermouth.
Hann er hrærður og skreyttur með appelsínu berki.
Þeir staðir sem að þú getur fengið Negroni á Negroni week eru eftirfarandi:
- Loftið
- Kol
- RVK Meat
- Apótekið
- Fjallkonan
- Miami
- Bastard
- Magic Ice
- Pablo Discobar
- Public house
- Kaffi Lækur
- Veður
- Mathús Garðabæjar
- Lebowski bar
- Slippbarinn
Í lok vikunnar verður svo kokteil keppni á Pablo Diskóbar þar sem að bestu barþjónar Íslands munu keppast um að gera Ítalska Negroni drykkinn.
Sigurvegari kvöldsins fær þann heiður að eiga Negroni Vikunnar 2019 ásamt því að fá 100.000 kr gjafabréf sem hann fær að gefa til góðs málefnis að eigin vali.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati