Freisting
Náttúruafurð frá Suður Ameríku


Djúpt í frumskógum Beni, í láglendi Bólivíu vaxa villt kakótré sem bera ávöxt. Frumbyggjar þessarar villtu og ósnertu náttúru eru kallaðir Cambas, þeir búa í litlum indjánaþorpum á svæðinu og tína þeir þennann sjaldgæfa ávöxt kakótrjánna.
Á uppskerutímanum ferðast indjánarnir langar vegalengdir til að tína ávöxtinn, ýmist fótgangandi, á hestbaki eða á kanóum, því að kakótréin eru dreifð um svæðið sem er bæði víðfemt og hrikalegt yfirferðar.
Með hjálp heimamanna kaupir Felchlin þessar smávöxnu en annars bragðmiklu kakóbaunir beint af indjánunum, en það er gert til að tryggja að þeir fái sanngjarnt verð fyrir náttúruafurð sem á sér enga líka.
Kakóbaunirnar eru meðhöndlaðar hjá Felchlin fyrirtækinu í Sviss, þar sem þær eru ristaðar eftir kúnstarinnar reglum. Síðan tekur við 72 tíma framleiðsluferli sem Svisslendingar eru heimsfrægir fyrir. Allt þetta ásamt einstöku hráefni gerir Cru Sauvage að súkkulaðiafurð í heimsklassa.
Felchlin hefur úthlutað Sælkeradreifingu og Hafliða Ragnarssyni súkkulaðimeistara, ásamt vel völdum fagmönnum víðsvegar um heiminn, hluta af kakóbaunauppskerunni frá Amason svæðinu í Bólivíu, til að framleiða framúrskarandi vöru undir sínu eigin vörumerki.
Páskahátíðin er framundan og hefur Hafliði ákveðið að nýta þessa frábæru afurð í framleiðslu á einstökum páskaeggjum sem hvert hefur sinn sjarma.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt4 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi





