Markaðurinn
Náttúrlega góð grillráð
Íslenska lambakjötið er ómissandi partur af grillsumrinu. Til að grillsteikingin heppnist vel og kjötið bragðist sem best skiptir undirbúningurinn miklu máli.
Ef tréspjót eða pinnar eru notaðir er nauðsynlegt að leggja þá í bleyti í 20–30 mín. áður en þeir fara á grillið, það kemur í veg fyrir að þeir brenni á grillinu.
Þegar grillað er yfir kolum skal varast að nota kveikilög vegna þess að af honum kemur bragð í kjötið. Betra er að nota kveikikubba úr þjöppuðum pappa eða viði.
Til að fá eftirsótt reykjarbragð af kjötinu þegar það er eldað á rafmagns- eða gasgrilli er hægt að nota álpappír með ögn af viðarkurli. Honum er komið fyrir yfir hitagjafanum, til dæmis aftast á grillfletinum.
Fróðleikur í boði islensktlambakjot.is
Mynd: islensktlambakjot.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






