Vertu memm

Markaðurinn

Náttúrlega góð grillráð

Birting:

þann

Náttúrlega góð grillráð

Íslenska lambakjötið er ómissandi partur af grillsumrinu. Til að grillsteikingin heppnist vel og kjötið bragðist sem best skiptir undirbúningurinn miklu máli.

Ef tréspjót eða pinnar eru notaðir er nauðsynlegt að leggja þá í bleyti í 20–30 mín. áður en þeir fara á grillið, það kemur í veg fyrir að þeir brenni á grillinu.

Þegar grillað er yfir kolum skal varast að nota kveikilög vegna þess að af honum kemur bragð í kjötið. Betra er að nota kveikikubba úr þjöppuðum pappa eða viði.

Til að fá eftirsótt reykjarbragð af kjötinu þegar það er eldað á rafmagns- eða gasgrilli er hægt að nota álpappír með ögn af viðarkurli. Honum er komið fyrir yfir hitagjafanum, til dæmis aftast á grillfletinum.

Fróðleikur í boði islensktlambakjot.is

Mynd: islensktlambakjot.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið