Keppni
Narfeyrarstofa sigraði kokteilkeppnina í Stykkishólmi með drykkinn Frú Möller
Keppninni um titilinn “Kokteilbar Stykkishólms” fór fram síðastliðna helgi og voru úrslit kynnt við hátíðlega athöfn á Fosshóteli Stykkishólms. Það var Narfeyrarstofa sem sigraði keppnina með drykkinn Frú Möller og hlaut þar með nafnbótina: Kokteilbar Stykkishólms 2017.
Keppnin fór fram dagana 6. til 8. júlí 2017 og þátttakendur voru allir helstu veitingastaðir og barir í Stykkishólmi sem tóku þátt. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að allir keppniskokteilar voru á sérstöku tilboði, þ.e. 1700 krónur á keppnisdögunum.
Dómnefnd fór svo á milli staða, smakkaði kokteilana, grandskoðaði öll atriði. Til gamans má geta að í fyrra sigraði Hótel Egilsen með kokteilinn Hjartadrottninguna.
Heimamenn og aðrir voru duglegir að nýta sér klippikortin sem voru sérstaklega hönnuð fyrir kopkteilkeppnina, en hægt var að nálgast þau á keppnisstöðunum. Á verðlaunaafhendingunni var boðið upp á fría drykki sem höfðu 1 gat á kortinu, þeir sem höfðu 3 göt á kortinu fengu frían drykk og happdrættismiða og 6 göt = frír drykkur og bónus-happdrættismiði.
Verðlaunadrykkurinn
Verðlaunadrykkurinn frú Möller – Í honum er hundasúru krapís, jarðaber og romm
Veitingastaðir sem tóku þátt í ár voru:
- Hótel Egilsen
- Hótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
- Stykkishólmur Slowly
Veitingageirinn.is forvitnaðist um hvernig það kom til að halda kokteilkeppni á Stykkishólmi, hvernig þátttakan var og hvort bæjarbúar voru duglegir að nýta sér tilboðin:
„Keppnin kom nú til bæði vegna þess að við höfum báðir mikinn áhuga á kokteilum og bjuggum saman og störfuðum í London við það fyrir nokkrum árum og líka vegna þess að okkur leiddist pínulítið og vildum bæta enn frekar við lífið hérna í bænum“
, sagði Jón Viðar í samtali við veitingageirinn.is
„Við hugsuðum þetta bæði sem skemmtun fyrir fólkið í bænum en líka sem hvatningu fyrir fólk til að prófa sig áfram, smakka eitthvað annað en bjór eða einfalda drykki eins og romm í kók eða gin og tónik. Fólk er oft svolítið hrætt við að prófa nýja hluti, sérstaklega þar sem kokteilar eru ekki ódýrir hérna á Íslandi og við vildum hafa þarna marga í boði á mjög góðu verði og það var að ganga mjög vel, langflestir sýndust mér smakka á öllum stöðum eða þá eins mörgum og þau höfðu tíma til að heimsækja yfir helgina.
Alveg eins og í fyrra (fyrsta sinn haldin 2016) þá gekk þetta vonum framar og viðtökurnar og þátttakan miklu betri en við áttum von á – og stemningin í bænum yfir helgina og sérstaklega á laugardagsnóttina var bara alveg hrikalega góð!“
Jón Viðar bætir við að þó að keppnin í grundvöllum breyttist ekki mikið síðan í fyrra þá var margt sem breyttist í skipulagningu og umgjörð og þar eiga þeir athugasemdir gesta að miklu leyti að þakka. Fyrir áhugasama er bent á að senda ábendingar og hugmyndir til að bæta hátíðina enn meira á næstu árum, að hafa samband í gegnum facebook síðu hátíðarinnar hér.
Myndir: skjáskot af Snapchat aðgangi veitingageirans
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa