Keppni
Narfeyrarstofa sigraði kokteilkeppnina í Stykkishólmi með drykkinn Frú Möller

F.v. Ívar Sindri Karvelsson (skipuleggjandi), Þorbergur Helgi Sæþórsson (narfeyrarstofa) Kristinn Guðmundsson (narfeyrarstofa), Margrét Björnsdóttir (narfeyrarstofa), Benedikt Óskarsson (dómari), Jón Viðar Pálsson (skipuleggjandi)
Keppninni um titilinn “Kokteilbar Stykkishólms” fór fram síðastliðna helgi og voru úrslit kynnt við hátíðlega athöfn á Fosshóteli Stykkishólms. Það var Narfeyrarstofa sem sigraði keppnina með drykkinn Frú Möller og hlaut þar með nafnbótina: Kokteilbar Stykkishólms 2017.
Keppnin fór fram dagana 6. til 8. júlí 2017 og þátttakendur voru allir helstu veitingastaðir og barir í Stykkishólmi sem tóku þátt. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að allir keppniskokteilar voru á sérstöku tilboði, þ.e. 1700 krónur á keppnisdögunum.
Dómnefnd fór svo á milli staða, smakkaði kokteilana, grandskoðaði öll atriði. Til gamans má geta að í fyrra sigraði Hótel Egilsen með kokteilinn Hjartadrottninguna.
Heimamenn og aðrir voru duglegir að nýta sér klippikortin sem voru sérstaklega hönnuð fyrir kopkteilkeppnina, en hægt var að nálgast þau á keppnisstöðunum. Á verðlaunaafhendingunni var boðið upp á fría drykki sem höfðu 1 gat á kortinu, þeir sem höfðu 3 göt á kortinu fengu frían drykk og happdrættismiða og 6 göt = frír drykkur og bónus-happdrættismiði.
Verðlaunadrykkurinn
Verðlaunadrykkurinn frú Möller – Í honum er hundasúru krapís, jarðaber og romm

Verðlaunagripurinn glæsilegi er handgert listaverk eftir hana Siggu í Leir 7 – Þessi farandbikar er tilbúinn í að vera hjá sigurvegurum keppninnar á hverju ári fram að 2025
Veitingastaðir sem tóku þátt í ár voru:
- Hótel Egilsen
- Hótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
- Stykkishólmur Slowly
Veitingageirinn.is forvitnaðist um hvernig það kom til að halda kokteilkeppni á Stykkishólmi, hvernig þátttakan var og hvort bæjarbúar voru duglegir að nýta sér tilboðin:
„Keppnin kom nú til bæði vegna þess að við höfum báðir mikinn áhuga á kokteilum og bjuggum saman og störfuðum í London við það fyrir nokkrum árum og líka vegna þess að okkur leiddist pínulítið og vildum bæta enn frekar við lífið hérna í bænum“
, sagði Jón Viðar í samtali við veitingageirinn.is
„Við hugsuðum þetta bæði sem skemmtun fyrir fólkið í bænum en líka sem hvatningu fyrir fólk til að prófa sig áfram, smakka eitthvað annað en bjór eða einfalda drykki eins og romm í kók eða gin og tónik. Fólk er oft svolítið hrætt við að prófa nýja hluti, sérstaklega þar sem kokteilar eru ekki ódýrir hérna á Íslandi og við vildum hafa þarna marga í boði á mjög góðu verði og það var að ganga mjög vel, langflestir sýndust mér smakka á öllum stöðum eða þá eins mörgum og þau höfðu tíma til að heimsækja yfir helgina.
Alveg eins og í fyrra (fyrsta sinn haldin 2016) þá gekk þetta vonum framar og viðtökurnar og þátttakan miklu betri en við áttum von á – og stemningin í bænum yfir helgina og sérstaklega á laugardagsnóttina var bara alveg hrikalega góð!“
Jón Viðar bætir við að þó að keppnin í grundvöllum breyttist ekki mikið síðan í fyrra þá var margt sem breyttist í skipulagningu og umgjörð og þar eiga þeir athugasemdir gesta að miklu leyti að þakka. Fyrir áhugasama er bent á að senda ábendingar og hugmyndir til að bæta hátíðina enn meira á næstu árum, að hafa samband í gegnum facebook síðu hátíðarinnar hér.
Myndir: skjáskot af Snapchat aðgangi veitingageirans

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025