Frétt
Nanna Rögnvaldardóttir hætt hjá Gestgjafanum
Matargúrú Íslands, Nanna Rögnvaldardóttir, er að hætta á Gestgjafanum eftir farsælt starf á blaðinu, aðdáendum blaðsins til mikilla ama enda Nanna verið kjölfestan í blaðinu sem er eitt mest selda tímarit landsins.
Reyndar hóf Nanna störf hjá Iðunni fyrir tuttugu árum en þegar tímaritaútgáfan Fróði keypti það fyrirtæki fylgdi Nanna með í kaupunum, í fyrstu starfaði hún sem lausapenni en hefur verið fastráðin í fimm ár. Það má því segja að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er í lausu lofti í tvo áratugi, segir Nanna sem segist ekki muna eftir neinu sérstöku atviki frá þessum tíma. Þetta hefur bara verið mjög skemmtilegt tímabil, útskýrir Nanna.
Matargúrúið segist ekki ætla að sitja með tvær hendur tómar en viðurkennir að hún ætli sér að taka sinn tíma í að íhuga hvað taki næst við. Fjölmörg spennandi tilboð hafi komið inná borð til sín en hún sé ákaflega þolinmóð. Ég er að þýða stóra matreiðslubók en meira er ekki fast í hendi, segir hún en viðurkennir að hana langi til að skrifa fleiri bækur um mat þannig að matgæðingar Íslands þurfa engu að kvíða þrátt fyrir brotthvarf hennar af Gestgjafanum.
Fróði flutti fyrir ekki margt löngu uppá Höfða eftir að hafa verið staðsett í nágrenni við miðbæ Reykjavíkur. Nanna segist því ekki eftir að sakna staðsetningarinnar sem slíkrar enda sé hún mikil miðbæjarmanneskja. Ég á hins vegar eftir að sakna alls þess góða fólks sem ég vinn með hér, segir hún.
Greint frá á visir.is

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata