Frétt
Nanna Rögnvaldar fær fálkaorðu fyrir ritstörf á sviði matarmenningar

Frá vinstri: Forseti Íslands, Aðalbjörg Jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Erna Magnúsdóttir, Nanna V. Rögnvaldardóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Árni Björnsson, Sigurður Steinar Ketilsson, Friðrik Skúlason, Steinar J. Lúðvíksson, Sævar Pétursson, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Andrea Sigríður Jónsdóttir. Á myndina vantar Eddu Björgvinsdóttur.
Ljósmynd: Gunnar G. Vigfússon
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2018, sæmdi forseti Íslands fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur, er á meðal þeirra sem fengu fálkaorðuna í dag, en hún er tvímælalaust einn afkastamesti og ástsælasti matarrithöfundur Íslendinga.
Þeir sem hlutu fálkaorðuna eru:
- Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalistakona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar prjónahefðar og hönnunar
- Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist
- Árni Björnsson þjóðfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra þjóðfræða og menningar
- Edda Björgvinsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
- Erna Magnúsdóttir forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra
- Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði upplýsingatækni
- Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, Álftanesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskar tónlistar og trúarhefðar
- Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Nanna V. Rögnvaldardóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf á sviði matarmenningar
- Sigurður Steinar Ketilsson fyrrverandi skipherra, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa
- Stefán Karl Stefánsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og samfélags
- Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur, Garðabæ, riddarakross fyrir framlag til sagnaritunar og blaðamennsku
- Sævar Pétursson bifvélavirki, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til varðveislu og endurgerðar gamalla bifreiða
- Valgerður Jónsdóttir skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi tónlistarkennslu fatlaðra
Mynd: Forseti.is / Gunnar G. Vigfússon
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu





