Frétt
Nanna Rögnvaldar fær fálkaorðu fyrir ritstörf á sviði matarmenningar
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2018, sæmdi forseti Íslands fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur, er á meðal þeirra sem fengu fálkaorðuna í dag, en hún er tvímælalaust einn afkastamesti og ástsælasti matarrithöfundur Íslendinga.
Þeir sem hlutu fálkaorðuna eru:
- Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalistakona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar prjónahefðar og hönnunar
- Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist
- Árni Björnsson þjóðfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra þjóðfræða og menningar
- Edda Björgvinsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
- Erna Magnúsdóttir forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra
- Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði upplýsingatækni
- Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, Álftanesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskar tónlistar og trúarhefðar
- Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Nanna V. Rögnvaldardóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf á sviði matarmenningar
- Sigurður Steinar Ketilsson fyrrverandi skipherra, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa
- Stefán Karl Stefánsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og samfélags
- Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur, Garðabæ, riddarakross fyrir framlag til sagnaritunar og blaðamennsku
- Sævar Pétursson bifvélavirki, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til varðveislu og endurgerðar gamalla bifreiða
- Valgerður Jónsdóttir skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi tónlistarkennslu fatlaðra
Mynd: Forseti.is / Gunnar G. Vigfússon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar19 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s