Uncategorized
Námskeið Vínskólans vinsæl
Vínskólinn hefur hafið starfsemi sína að nýju og í haust verður úr ýmsum spennandi námskeiðum að velja. Dominique Plédel, eigandi Vínskólans, segir vinsælustu námskeiðin vera þau þar sem vín og matur fer saman. Það sem virðist vera vinsælast núna er Vín og ostar, það er mikið beðið um það,“ sagði hún. Svo er líka mikil tilhlökkun eftir Villibráð og víni,“ benti Dominique á, en það námskeið verður haldið 18. október næstkomandi. Það námskeið er gríðarlega vinsælt því þetta kitlar bragðlaukana svo skemmtilega,“ útskýrði hún.
Vínskólinn býður þó upp á mörg önnur námskeið í haust. Þeirra á meðal er grunnnámskeið í vínsmökkun, námskeið um Toscana og Chianti, Bordeaux, tapas og spænsk vín, bjór og koníak.
Dominique mun einnig ferðast vítt og breitt um landið og standa fyrir sérnámskeiðum. Það er til dæmis vínklúbbur á Sauðárkróki, sem ég heimsæki. Þar gerum við sérstaklega mikið úr því að para saman mat og vín, í samvinnu við veitingastað þar. Ég verð með vínfræðslu og svo verður matur á eftir, með vínum frá því svæði sem við höfum talað um,“ útskýrði Dominique.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Vínskólans, eða á netfanginu [email protected].
Greint frá á Visir.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan