Markaðurinn
Námskeið í grænmetis og plöntufæði (vegan) matreiðslu – Kennari er Ylfa Helgadóttir matreiðslumeistari
Námskeiðið hentar öllum þeim sem áhuga hafa á að bæta við sig þekkingu í grænmetis og plöntufæði (vegan) matreiðslu
Námskeiðið snýst í grunninn að grænmetiseldamennsku og alla þá möguleika sem slík fæða býður upp á. Megináhersla verður lögð á hollustu, innblástur og næringargildi – og samsetningu réttanna.
Einnig verður farið yfir framsetningu og auðveldar leiðir til að gera réttina spennandi og girnilega. Meðal þess sem verður farið yfir eru uppskriftir og góð ráð fyrir veganrétti, grænmetisrétti, sósur, ídýfur, grauta, brauð, kex og eftirrétti.
Í fræðsluhluta námskeiðsins er fjallað um helstu þætti grænmetismatreiðslu, þar á meðal hvað ber að varast, umræða um næringargildi ýmissa hráefna, mismunandi tegundir „gervikjöts“, samantekt um ofurfæði og lausnir þegar elda þarf fyrir ýmiss konar sniðgöngumatarræði eins og vegna og ofnæmis.
Að lokinni kynningu fá þátttakendur að taka sjálfir þátt í gerð ýmisa rétti undir handleiðslu kennara, þar sem áhersla lögð á að kynnast hráefninu, læra réttar eldunaraðferðir og jafnframt hvernig best sé að bera réttina fram.Svo í lok námskeiðisins verður sest niður, bragðað á afrakstri dagsins og spjallað um daginn og veginn.
Ylfa Helgadóttir er matreiðslumeistari með margra ára reynslu af hinum ýmsu veitingastöðum. Í seinni tíð hefur hún einbeitt sér í auknum mæli að næringarríkum og bragðgóðum mat með sérstakri áherslu á grænmetis og plöntufæði. Ylfa hefur unnið til margra verðlauna með Kokkalandsliðinu bæði á Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum, hún var fyrirliði og þjálfari liðsins seinustu árin.
Ylfa opnaði sinn eigin veitingastað, Kopar við gömlu höfnina, árið 2013 og starfaði þar sem yfirkokkur til ársins 2020.
Í dag starfar Ylfa meðal annars sem kokkur kvennalandsliðsins í fótbolta og ber ábyrgð á að hanna næringarríka matseðla fyrir verkefnin þeirra.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
23.10.2024 | mið. | 16:00 | 20:30 | Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |
Hefst 23. okt. kl: 16:00
- Lengd: 4.5 klukkustundir
- Kennari: Ylfa Helgadóttir
- Staðsetning: Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús.
- Fullt verð: 23.000 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 7.000 kr.-
- Tengiliður: Valdís Axfjörð Snorradóttir [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast