Vertu memm

Markaðurinn

Námskeið: Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis

Birting:

þann

Lax - Ólifur - Rauðlaukur - Furuhnetur

Starfsfólk í mötuneytum, matráðar, matreiðslumenn

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á fæðuofnæmi og fæðuóþoli, á einkennum, algengi og afleiðingum fæðuofnæmis og fæðuóþols. Í framhaldi er farið yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta.

Í fyrsta hlutanum er farið yfir skilgreiningar, helstu fæðuofnæmis- og óþolsvalda, einkenni fæðuóþols og ofnæmis, um greiningar á ofnæmi og óþoli, um fæðuofnæmi og næringu og fl. Kennari er Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Í seinni hlutanum er fjallað um úrræði í fæðismeðferð og matreiðslu fyrir þau sem eru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol, um merkingu matvæla og vöruval og þætti sem hafa þarf að hafa í huga við matreiðslu fyrir fólk með fæðuofnæmi og fl.

Kennari er Selma Árnadóttir, varformaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Skráning hér.

HVAR OG HVENÆR

DAGSETNING KENNT FRÁ TIL STAÐSETNING
01.02.2022 þri. 14:00 16:00 Fjarnám
03.02.2022 fim. 14:00 16:00 Ekki skráð

Mynd: úr safni

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið