Frétt
Næst vinsælasti jólamatur landsmanna er lambakjöt
Á aðfangadag mun stór hluti, eða 47%, landsmanna gæða sér á hamborgarhrygg. Þetta sýnir könnun MMR sem framkvæmd var dagana 12-15. desember. Næst vinsælasti jólamatur landsmanna er lambakjöt (annað en hangikjöt) en 13% munu að sögn gæða sér á því. Kalkúnn eða rjúpur verða á borði rúmlega 8% landsmanna hvort um sig, 5% ætla að borða nautakjöt og um 3% önd. Tæplega 15% munu hafa aðra rétti en fyrrgreinda á boðstólnum á aðfangadag, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Spurt var: Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á aðfangadagskvöld?
Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt)*, nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur)**, önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara. Svarfjöldi: 923 einstaklingar. Samtals tóku 95,3% afstöðu til spurningarinnar.
Mynd: mmr.is
Nokkur aukning reyndist á fjölda þeirra sem ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) á aðfangadag, eða um rúm 3 prósentustig. Breytingar á fjölda þeirra sem hyggjast borða aðra rétti reyndust óverulegar og ljóst að hefðir og venjur skipta miklu máli þegar kemur að vali á veisluföngum á aðfangadag.
-
Bocuse d´Or24 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






