Frétt
Næst vinsælasti jólamatur landsmanna er lambakjöt
Á aðfangadag mun stór hluti, eða 47%, landsmanna gæða sér á hamborgarhrygg. Þetta sýnir könnun MMR sem framkvæmd var dagana 12-15. desember. Næst vinsælasti jólamatur landsmanna er lambakjöt (annað en hangikjöt) en 13% munu að sögn gæða sér á því. Kalkúnn eða rjúpur verða á borði rúmlega 8% landsmanna hvort um sig, 5% ætla að borða nautakjöt og um 3% önd. Tæplega 15% munu hafa aðra rétti en fyrrgreinda á boðstólnum á aðfangadag, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Nokkur aukning reyndist á fjölda þeirra sem ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) á aðfangadag, eða um rúm 3 prósentustig. Breytingar á fjölda þeirra sem hyggjast borða aðra rétti reyndust óverulegar og ljóst að hefðir og venjur skipta miklu máli þegar kemur að vali á veisluföngum á aðfangadag.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt7 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur