Frétt
Næst vinsælasti jólamatur landsmanna er lambakjöt
Á aðfangadag mun stór hluti, eða 47%, landsmanna gæða sér á hamborgarhrygg. Þetta sýnir könnun MMR sem framkvæmd var dagana 12-15. desember. Næst vinsælasti jólamatur landsmanna er lambakjöt (annað en hangikjöt) en 13% munu að sögn gæða sér á því. Kalkúnn eða rjúpur verða á borði rúmlega 8% landsmanna hvort um sig, 5% ætla að borða nautakjöt og um 3% önd. Tæplega 15% munu hafa aðra rétti en fyrrgreinda á boðstólnum á aðfangadag, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Nokkur aukning reyndist á fjölda þeirra sem ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) á aðfangadag, eða um rúm 3 prósentustig. Breytingar á fjölda þeirra sem hyggjast borða aðra rétti reyndust óverulegar og ljóst að hefðir og venjur skipta miklu máli þegar kemur að vali á veisluföngum á aðfangadag.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman