Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Myndir úr útgáfupartý Stóru alifuglabókarinnar eftir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara

Birting:

þann

Útgáfupartý - Stóra alifuglabókin 2014

Karl Petersson ljósmyndari og Úlfar Finnbjörnsson

Útgáfu Stóru alifuglabókarinnar eftir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara var fagnað í kaffihúsinu á Álafossi á dögunum, en í þessari glæsilegu bók fer meistarakokkurinn sannarlega á flug.

Útgáfupartý - Stóra alifuglabókin 2014

Aðstandendur bókarinnar – Guðrún Vaka ritstjóri, Karl Petersson ljósmyndari, Margrét Laxness hönnuður, Hildur Hermóðsdóttir útgefandi

Útgáfupartý - Stóra alifuglabókin 2014

Úlfar meistarakokkur

Í bókinni eru sælkerauppskriftir að öllum þeim tegundum alifugla sem ræktaðar eru hér á landi, en í útgáfugleðinni var boðið uppá smakk úr bókinni, m.a. hanakamba, kjúklingalundir og fl.

Úlfar hefur sjálfur ræktað flestar tegundir og kann að nýta hráefnið til fulls, hvort sem það er bringan, innmaturinn, lappirnar … jafnvel hanakamburinn fer í gómsæta sultu! Hér er kjúklingur, kalkúnn, önd, gæs, dúfa og silkihæna í hversdags- og sparibúningi, ásamt gómsætu meðlæti, kryddpæklum og fyllingum, að ógleymdum skref fyrir skref myndum þar sem Úlfar kennir réttu handtökin. Myndirnar í bókinni eru eftir Karl Petersson ljósmyndara.

Úlfar Finnbjörnsson er fjölhæfur listamaður þegar kemur að eldamennsku. Hann hefur rekið veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað bækur.

Þetta er bók sem beðið hefur verið eftir og er sannkallað alfæðrit um matreiðslu alifugla, í sama anda og Stóra villibráðarbókin sem hlaut frábærar viðtökur og tilnefningu til hinna virtu Gorumand verðlauna sem besta villibráðarbók heims 2011.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um bókina á vef salka.is.

 

Myndir: Álfrún G. Guðrúnardóttir

/Smári

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið