Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir úr útgáfupartý Stóru alifuglabókarinnar eftir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara
Útgáfu Stóru alifuglabókarinnar eftir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara var fagnað í kaffihúsinu á Álafossi á dögunum, en í þessari glæsilegu bók fer meistarakokkurinn sannarlega á flug.
![Útgáfupartý - Stóra alifuglabókin 2014](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/Stora-alifugla-10-1024x682.jpg)
Aðstandendur bókarinnar – Guðrún Vaka ritstjóri, Karl Petersson ljósmyndari, Margrét Laxness hönnuður, Hildur Hermóðsdóttir útgefandi
Í bókinni eru sælkerauppskriftir að öllum þeim tegundum alifugla sem ræktaðar eru hér á landi, en í útgáfugleðinni var boðið uppá smakk úr bókinni, m.a. hanakamba, kjúklingalundir og fl.
Úlfar hefur sjálfur ræktað flestar tegundir og kann að nýta hráefnið til fulls, hvort sem það er bringan, innmaturinn, lappirnar … jafnvel hanakamburinn fer í gómsæta sultu! Hér er kjúklingur, kalkúnn, önd, gæs, dúfa og silkihæna í hversdags- og sparibúningi, ásamt gómsætu meðlæti, kryddpæklum og fyllingum, að ógleymdum skref fyrir skref myndum þar sem Úlfar kennir réttu handtökin. Myndirnar í bókinni eru eftir Karl Petersson ljósmyndara.
Úlfar Finnbjörnsson er fjölhæfur listamaður þegar kemur að eldamennsku. Hann hefur rekið veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað bækur.
Þetta er bók sem beðið hefur verið eftir og er sannkallað alfæðrit um matreiðslu alifugla, í sama anda og Stóra villibráðarbókin sem hlaut frábærar viðtökur og tilnefningu til hinna virtu Gorumand verðlauna sem besta villibráðarbók heims 2011.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um bókina á vef salka.is.
- Villti kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson
- Stóra alifuglabókin
- Sælkerafæði s.s. Hanakambar, kjúklingalundir og fl.
- Sigrún Hafsteindóttir, Úlfar
- Hera Karlsdóttir
- Guðmundur, Úlfar, Guðlín
- Úlfar, Guðrún Hrund, Hörður, Guðrún Vaka
- Gunnhildur og Ragnar
- Bergþóra Njála, María Reyndal
- Steinunn, Guðjón, Haraldur Daði, Ragnar Már
- Úlfar bauð uppá glæsilegra veitingar úr bókinni
- Reynir Jónasson, harmóníkuleikari
- Margrét Laxness, Guðrún Vaka
- Örn Baldursson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
- Róbert og Hafþór frá Progastro
- Dagur Gunnarsson, Karl Petersson
- María Reyndal ,Jörundur
- Sævar og Fríða
- Snorri Karlsson, Ingibjörg Fells Elíasdóttir
- Jóhanna S. Jafetsdóttir, Margrét Laxness, Kristín Birgisdóttir
- Selma Birna, Úlfar, Gabríel Haukur
- Sigrún Böðvarsdóttir, Árni Sæberg
- Mekka bauð uppá drykki með veitingunum
- Kristín Birgisdóttir, Hildur Hermóðsdóttir, Álfrún G. Guðrúnardóttir, Sigrún Böðvarsdóttir
Myndir: Álfrún G. Guðrúnardóttir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan