KM
Myndir frá Októberfundi Klúbbs Matreiðslumeistara í verslun Ellingsen
Annar fundur vetrarins var haldinn í samstarfi við Ellingsen í glæsilegri útivistar verslun þeirra að Fiskislóð 1.
Þema fundarins var veiði og villibráð og fundarstaðurinn passaði því markmiði fullkomlega og hefur fundinum verið gerð góð skil á heimasíðu Ellingsen í máli og myndum á www.ellingsen.is Við þökkum þeim kærlega góðar móttökur.
Forseti KM Alfreð Ó. Alfreðsson setti fundinn og fyrst á dagskrá var verðlaunaafhending í súpukeppni Knorr sem haldin var fyrr um daginn í boði Ásbjörns Ólafssonar. Reynir Þrastarson frá Ásbirni Ólafs. kynnti keppnina og afhenti verðlaunin. Vínþjónn ársins var því næst kynntur af Forseta Vínþjónasamtaka Íslands, Ólafi Erni Ólafssyni. KM er sérstök ánægja að því að hafa fengið Vínþjónasamtökin til liðs við okkur í samstarfi við þessa keppni sem vonandi verður framhald á síðar jafnhliða keppni um matreiðslumann ársins.
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari og blaðamaður Gestgjafans hélt stuttan fyrirlestur um íslenska og erlenda villibráð og veiði áður en mönnum var boðið í smakk á villibráð útfært af áðurnefndum Úlfari með aðstoð matreiðslunema úr 2. bekk Hótel og Matvælaskólans. Maturinn var fram borinn á bambus og pálmalaufum frá Garra og var glæsilega framsettur og bragðgóður. Almenn ánægja var með veitingarnar og gaman að borða villibráð í þessu umhverfi sem verslun Ellingsen er.
Meðan menn gæddu sér á veitingunum hélt Jói byssusmiður tölu um fyrirtækið, byssur, veiðar ofl. og höfðu menn gaman af og skoðuðu verslunina í bak og fyrir með aðstoð hans fólks. Sérstaklega voru menn spenntir fyrir rafmagns-reykofnum sem bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika auk skotveiðideildarinnar.
Á fundinum var undirritaður styrktarsamningur milli Atlastaðafisks og Klúbbs Matreiðslumeistara og undirrituðu þeir Júlíus Högnason frá Atlastaðafiski og Alfreð Ómar Alfreðsson forseti KM samninginn, vottar voru Karl Davíðsson framkvæmdastjóri Atlastaðafisks og Andreas Jacobsen gjaldkeri KM.
Halla Steinólfsdóttir bóndi í Fagradal á Skarðsströnd sagði frá tilraun þeirra með ræktun hvannalambs en í keppninni um matreiðslumann ársins var keppt með lamb úr þeirri ræktun í boði bænda í Fagradal.
Hápunktur kvöldsins var afhending verðlauna fyrir matreiðslumann ársins,og sáu þeir Jakob Magnússon yfirdómari og Alfreð Ó. Alfreðsson Forseti KM um þá athöfn. Keppnin var geysihörð og jöfn enda frábærir ungir fagmenn á ferð.
Má segja að þessi hugmynd að hafa fund í þessu formi hafi heppnast fullkomlega, mætingin var frábær og annað sem maður hreifst mjög af var hlýleiki og vinalegt viðmót Ellingsen manna og eiga þeir heiður skilinn fyrir frábært framtak sem heppnaðist í alla staði vel.
Smellið hér til að skoða myndir frá fundinum.
Mynd; Matthías Þórarinsson | Texti; Sverrir Halldórsson
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast