Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu
Mars fundur Klúbbs Matreiðslumeistara norðurlands var haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri matvælabraut miðvikudaginn 13. mars sl.
Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu sáu um að elda fyrir hópinn og sáu þau um matinn frá A- Ö.
Ari Hallgrímsson er kennari hópsins og er einnig brautarstjóra matvælagreina í VMA.
Boðið var upp á 3ja rétta matseðil sem var einnig verkleg æfing hjá nemunum:
Forréttur
Grafinn bleikja á ristuðu focaccia brauði með sýrðum eplum, ítalskum ricotta og confit tómötum
Aðalréttur
Andabringa borin fram með appelsínu og fennel marmelaði, graskers og timían pureé, demi-glace og brokkólí dufti
Eftirréttur
Hvítsúkkulaði panna cotta með karamellu gljáa ásamt aðalbláberja rjómaís og basil lime geli
Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara fór yfir starfið hjá KM. Sagði frá glæsilegum árangri Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart og hvatti norðanfólk að mæta á aðalfund og árshátíð á hótel Geysir 18. maí. Fór yfir kokk ársins og kynnti happdrætti kokkalandsliðsins sem fer í loftið á næstu dögum.
- Ari Hallgrímsson og Þórir Erlingsson
Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari VMA, fór yfir skráningar á rafrænni ferlibók í matreiðslu og einnig yfir námið í VMA og hvernig það skiptist milli deilda.
Myndir: Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur