Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu
Mars fundur Klúbbs Matreiðslumeistara norðurlands var haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri matvælabraut miðvikudaginn 13. mars sl.
Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu sáu um að elda fyrir hópinn og sáu þau um matinn frá A- Ö.
Ari Hallgrímsson er kennari hópsins og er einnig brautarstjóra matvælagreina í VMA.
Boðið var upp á 3ja rétta matseðil sem var einnig verkleg æfing hjá nemunum:
Forréttur
Grafinn bleikja á ristuðu focaccia brauði með sýrðum eplum, ítalskum ricotta og confit tómötum
Aðalréttur
Andabringa borin fram með appelsínu og fennel marmelaði, graskers og timían pureé, demi-glace og brokkólí dufti
Eftirréttur
Hvítsúkkulaði panna cotta með karamellu gljáa ásamt aðalbláberja rjómaís og basil lime geli
Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara fór yfir starfið hjá KM. Sagði frá glæsilegum árangri Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart og hvatti norðanfólk að mæta á aðalfund og árshátíð á hótel Geysir 18. maí. Fór yfir kokk ársins og kynnti happdrætti kokkalandsliðsins sem fer í loftið á næstu dögum.
Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari VMA, fór yfir skráningar á rafrænni ferlibók í matreiðslu og einnig yfir námið í VMA og hvernig það skiptist milli deilda.
Myndir: Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?