Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá hátíðinni Réttir Food Festival – Þórhildur: „Nú er aðeins seinni hálfleikur að byrja…“
Hátíðin Réttir Food Festival hefur gengið mjög vel en hún hófst 16. ágúst s.l. og stendur yfir til 25. ágúst næstkomandi. Hátíðin er haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra og eru það veitingahúsaeigendur og framleiðendur sem standa að þessari flottu matarhátíð.
Fjölmargir viðburðir eru í boði yfir hátíðina og njóta gestir svo sannarlega skemmtilega upplifun um fræðslu á mat og menningu á svæðinu sem er frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði.
„Nú er aðeins seinni hálfleikur að byrja og hingað til hefur mæting á viðburði verið mjög góð. Á morgun [22. ágúst] er mjög stór dagur þar sem átta viðburðir eru í boði víðsvegar um Norðurland vestra. Dagskrá helgarinnar er einnig mjög fjölbreytt og áhugaverð.“
sagði Þórhildur Jónsdóttir matreiðslumaður og verkefnastjóri hátíðarinnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurð um aðsóknina.
Dagskrána er hægt að skoða á heimasíðu hátíðarinnar hér: www.rettir.is
Fylgist einnig með á facebook síðu hátíðarinnar með því að smella hér.
Með fylgja myndir frá hátíðinni fram til dagsins í dag.
Myndir: Þórhildur Jónsdóttir / rettir.is
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn3 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi










































































