Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá hátíðinni Réttir Food Festival – Þórhildur: „Nú er aðeins seinni hálfleikur að byrja…“
Hátíðin Réttir Food Festival hefur gengið mjög vel en hún hófst 16. ágúst s.l. og stendur yfir til 25. ágúst næstkomandi. Hátíðin er haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra og eru það veitingahúsaeigendur og framleiðendur sem standa að þessari flottu matarhátíð.
Fjölmargir viðburðir eru í boði yfir hátíðina og njóta gestir svo sannarlega skemmtilega upplifun um fræðslu á mat og menningu á svæðinu sem er frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði.
„Nú er aðeins seinni hálfleikur að byrja og hingað til hefur mæting á viðburði verið mjög góð. Á morgun [22. ágúst] er mjög stór dagur þar sem átta viðburðir eru í boði víðsvegar um Norðurland vestra. Dagskrá helgarinnar er einnig mjög fjölbreytt og áhugaverð.“
sagði Þórhildur Jónsdóttir matreiðslumaður og verkefnastjóri hátíðarinnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurð um aðsóknina.
Dagskrána er hægt að skoða á heimasíðu hátíðarinnar hér: www.rettir.is
Fylgist einnig með á facebook síðu hátíðarinnar með því að smella hér.
Með fylgja myndir frá hátíðinni fram til dagsins í dag.
Myndir: Þórhildur Jónsdóttir / rettir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi