Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi á Múlaberg Bistro & Bar
Mars fundur KM. Norðurland var haldinn þriðjudaginn 11. mars s.l. á Múlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea. Fundurinn var í boði Norðlenska, þar komu Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri og Reynir Eiríksson framleiðslustjóri frá Norðlenska og héldu stuttan fyrirlestur um þurrverkun ásamt því að segja frá nýjungum í þeirra framleiðslu.
Boðið var uppá forréttaplatta frá Norðlenska, þar var m.a. el torro nautavöðvi og íslensk hráskinka.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lambaprime með sveppum, ofnbökuðum hvítlauk og kartöflusmælki.
Einar Geirsson bauð sig fram í stjórn KM. Norðurland og voru allir samþykktir því.
Úr stjórn fara Hallgrímur Sigurðarson og Borghildur María Bergvinsdóttir, þökkum þeim fyrir góð störf.
Í stjórn KM. Norðurland 2014-2015 eru: Júlía Skarphéðinsdóttir, Örn Svarfdal, Kristinn Jakobsson, Guðbjartur Fannar Benediktson, Magnús Örn Friðriksson og Einar Geirsson.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við Norðlenska kærlega fyrir fundinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati