Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi á Múlaberg Bistro & Bar
Mars fundur KM. Norðurland var haldinn þriðjudaginn 11. mars s.l. á Múlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea. Fundurinn var í boði Norðlenska, þar komu Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri og Reynir Eiríksson framleiðslustjóri frá Norðlenska og héldu stuttan fyrirlestur um þurrverkun ásamt því að segja frá nýjungum í þeirra framleiðslu.
Boðið var uppá forréttaplatta frá Norðlenska, þar var m.a. el torro nautavöðvi og íslensk hráskinka.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lambaprime með sveppum, ofnbökuðum hvítlauk og kartöflusmælki.
Einar Geirsson bauð sig fram í stjórn KM. Norðurland og voru allir samþykktir því.
Úr stjórn fara Hallgrímur Sigurðarson og Borghildur María Bergvinsdóttir, þökkum þeim fyrir góð störf.
Í stjórn KM. Norðurland 2014-2015 eru: Júlía Skarphéðinsdóttir, Örn Svarfdal, Kristinn Jakobsson, Guðbjartur Fannar Benediktson, Magnús Örn Friðriksson og Einar Geirsson.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við Norðlenska kærlega fyrir fundinn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta