Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Myndir af Pósthús Food Hall – Bæði nýir og vinsælir veitingastaðir í nýju mathöllinni
Pósthús Food Hall opnaði 18. nóvember s.l. en hún er staðsett í gamla Pósthúsinu að Pósthússtræti 5 í miðbæ Reykjavíkur. Upphaflega átti Pósthúsið Food Hall að opna síðasta vetur en vegna tafa á ýmsum framkvæmdum og þá aðallega vegna covid var ekki hægt að opna á tilsettum tíma, en framkvæmdir stóðu yfir í tvö ár.
Pósthúsið Food Hall er glæsileg, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Eigendur eru Leifur Welding, Þórður Axel Þórisson og bræðurnir Ingvar og Hermann Svendsen, en þeir bræður hafa rekið og átt fjölda veitingastaða hér á Íslandi.

Eigendur eru greinilega með húmorinn í lagi, en á einum vegg Pósthússins má sjá listaverk eftir listakonuna Sísí Ingólfsdóttur sem á stendur: Afsakið enn eina mathöllina
Veitingastaðirnir
Samtals eru veitingastaðirnir níu, en þeir eru:
Funky Bhangra
Funky Bhangra er í eigu Yesmine Olsson og matseldin er undir áhrifum frá mörgum löndum, blanda frá Sri Lanka, Svíþjóð, Indlandi og Íslandi.
Pizza Popolare
Pizza Popolare, býður upp á Napólí pizzur eins og þær gerast bestar, þunnir botnar, flöffí kantar og með sérinnflutt ítölsk hráefni.
Fuku Mama
Fuku Mama, er nýr veitingastaður á Íslandi og býður upp á ekta Asískan grillmat.
Yuzu Burger
Næsta veitingastað þarf vart að kynna, en það er Yuzu Burger sem leggur áherslu á nýstárlegan og ferskan valmöguleika þegar kemur að hamborgurum á Íslandi. Matargerðin er sterklega undir austurlenskum og þá sérstaklega japönskum áhrifum.
Finsen
Finsen er nýr franskur bistró veitingastaður og býður upp á humarsúpu, fiskrétti og grillaðar steikur, smárétti t.a.m. ofnbakaðan camembert ofl.
Enoteca
Enoteca er nýr veitingastaður og matreiðslumeistari og eigandi staðarins er hinn landsfrægi Siggi Hall. Á staðnum er boðið upp á sérlagað pasta frá Ítalíu, ekta skinkur frá Ítalíu og Spáni. Hægt er að panta vín og platta með alls kyns ostum, hráskinku og pylsum.
Drykk
Drykk er nýr bar á Íslandi og býður upp á kokteila og kaffi og einnig er í boði bjórar og aðrir drykkir af ýmsu tagi.
Mossley
Mossley er veitingastaður með street food stíl og býður meðal annars upp á Taco, kjúklingavængi, andaborgara og trufflu franskar svo fátt eitt sé nefnt. Mossley er í eigu nokkurra Kársnesinga í Kópavogi.
Djúsí Sushi
Djúsí Sushi er systurveitingastaður Sushi Social. Staðurinn býður upp á handgert gæðasushi, poké skálar og smárétti til að njóta á staðnum eða taka með.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






















