Freisting
Myndasafn: Nýr veitingastaður í Reykjavík
Föstudaginn 13. mars var formleg opnun á Dill restaurant en hann er staðsettur í Norræna húsinu, forsvarsmenn eru Ólafur Örn Ólafsson formaður Vínþjónasamtaka Ísland og fyrrverandi yfirþjónn á Vox og Gunnar Karl Gíslasson fyrrverandi yfirkokkur á Vox og meðlimur í landsliði matreiðslumanna.
Gunnar hefur verið fremstur í flokki þeirra sem hafað unnið út frá nýnorrænni matargerð og verður það þema veitingastaðarins.
Í hádeginu verður létt yfir og þekktir norrænir réttir sem falla undir hugtakið Husmandskost í boði, en í nútíma útfærslu matreiðslumannsins ( má þar nefna biximat, plokkfiskur, kjötbollur of lambaskanka ) einnig verður súpa og salöt í boði.
Á kvöldin verður skipt um gír og nýnorræna eldhúsið í allri sinni dýrð ræður ríkjum í margrétta matseðlum.
Ekki skal gleyma að segja frá því að útsýni á veitingastaðnum er stórfenglegt út úr skarkalanum en þó það nálægt að hægt er að fylgjast með honum.
Er það okkar von á Freisting.is að þessi hugmynd þeirra félaga gangi upp því hún er kærkomin viðbót í flóru veitingahúsa hér í borginni.
Smellið hér til að skoða myndir frá opnuninni
Formlega opnanir / Dill opnun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or