Freisting
Myndasafn: Nýr veitingastaður í Reykjavík
Föstudaginn 13. mars var formleg opnun á Dill restaurant en hann er staðsettur í Norræna húsinu, forsvarsmenn eru Ólafur Örn Ólafsson formaður Vínþjónasamtaka Ísland og fyrrverandi yfirþjónn á Vox og Gunnar Karl Gíslasson fyrrverandi yfirkokkur á Vox og meðlimur í landsliði matreiðslumanna.
Gunnar hefur verið fremstur í flokki þeirra sem hafað unnið út frá nýnorrænni matargerð og verður það þema veitingastaðarins.
Í hádeginu verður létt yfir og þekktir norrænir réttir sem falla undir hugtakið Husmandskost í boði, en í nútíma útfærslu matreiðslumannsins ( má þar nefna biximat, plokkfiskur, kjötbollur of lambaskanka ) einnig verður súpa og salöt í boði.
Á kvöldin verður skipt um gír og nýnorræna eldhúsið í allri sinni dýrð ræður ríkjum í margrétta matseðlum.
Ekki skal gleyma að segja frá því að útsýni á veitingastaðnum er stórfenglegt út úr skarkalanum en þó það nálægt að hægt er að fylgjast með honum.
Er það okkar von á Freisting.is að þessi hugmynd þeirra félaga gangi upp því hún er kærkomin viðbót í flóru veitingahúsa hér í borginni.
Smellið hér til að skoða myndir frá opnuninni
Formlega opnanir / Dill opnun

-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur