Frétt
Myglusveppaeitur í brasilíuhnetum
Matvælastofnun varar við neyslu á Delicata Brasilíuhnetum í 100 gramma pokum vegna of mikils magns aflatoxíns myglusveppaeiturs. Upplýsingar um innköllun bárust Matvælastofnun frá Danmörku í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli á markaði. Aðföng hafa innkallað hneturnar sem voru til sölu frá 9. ágúst, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Varan var seld í verslunum Bónusar og Hagkaupa um allt land.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem viðvörun og innköllun einskorðast við:
- Vörumerki: Delicata
- Vöruheiti: Brasilíuhnetur
- Uppruni: Bólívía
- Strikanúmer: 5690350050647
- Nettómagn: 100 g
- Best fyrir: 30.04.2019
- Framleiðandi: System Frugt A/S, Danmörku
- Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaupa um land allt
Viðskiptavinum Bónus og Hagkaupa sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um sveppaeitur er hægt að nálgast á heimasíðu Matvælastofnunnar hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús