Vertu memm

Freisting

Mötuneyti bæjarskrifstofu Ísafjarðar ódýrara og meira niðurgreitt en mötuneyti grunnskólabarna

Birting:

þann

Ísafjarðarbær greiðir fæði starfsmanna bæjarskrifstofunnar meira niður en fæði grunnskólabarna. Fæði starfsmanna bæjarskrifstofu er fyrir vikið töluvert ódýrara en fæði grunnskólabarna. Við rekstur mötuneytis Stjórnsýsluhússins er miðað við mötuneyti á höfuðborgarsvæðinu en fæði grunnskólabarna á Ísafirði er töluvert dýrara en fæði grunnskólabarna á því svæði. Í vikunni urðu nokkur tímamót í sögu Grunnskólans á Ísafirði er rekstur mötuneytis fyrir nemendur hófst. Stendur nemendum nú til boða í fyrsta skipti að kaupa heitan mat í hádegi alla skóladaga. Fyrir máltíðina greiða nemendur 320 krónur á dag og hefur Ísafjarðarbær þá niðurgreitt hann um 100 krónur. Í lauslegri könnun sem bb.is framkvæmdi í síðustu viku kom í ljós að maturinn í hinu nýja mötuneyti er sá dýrasti í samanburði nokkurra grunnskóla sem valdir voru af handahófi víða um land. Lægstur var maturinn um 200 krónur á dag.

Ísafjarðarbær kemur að rekstri fleiri mötuneyta en í Grunnskóla Ísafjarðar. Í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði er rekið mötuneyti fyrir starfsmenn hússins. Rekstrarfélag hússins bauð rekstur þess út á sínum tíma og réð verktaka til rekstursins. Að sögn Óla M. Lúðvíkssonar formanns stjórnar rekstrarfélagsins er í rekstri mötuneytisins miðað við að bjóða sambærilegan mat og á sambærilegu verði og tíðkast í mötuneytum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu. Hvert fyrirtæki og stofnun í húsinu sér síðan um sölu matarmiða til sinna starfsmanna og er misjafnt hversu mikið fæðið er niðurgreitt. Dæmi mun vera um fyrirtæki sem bíður starfsmönnum sínum frítt fæði. Matarmiðann selur rekstaraðili mötuneytisins á 175,50 krónur til stofnana og fyrirtækja. Í boði er full máltíð tvo daga í viku, það er fisk- eða kjötmáltíð. Hina dagana er í boði heit súpa og pastaréttir af ýmsum toga. Verð fyrir matinn er mismunandi, allt frá einum miða upp í fimm miða. Að meðaltali segist Óli ætla að starfmenn geti verið að greiða 2-3 miða á dag fyrir fæði. Sumir komast að sjálfsögðu af með minna til dæmis með því að borða súpu og pasta alla daga en fyrir það er aðeins greiddur einn miði að sögn Óla.

Ísafjarðarbær selur starfsmönnum sínum 20 miða á 1.200 krónur eða 60 krónur á hvern miða og er því hver miði niðurgreiddur um 115,50 krónur. Meðalmáltíð kostar því hvern starfsmann bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar frá 120-180 krónur á dag og nemur niðurgreiðsla bæjarins því um 231-346,50 krónum á dag á hvern starfsmann eða margfalt meira en niðurgreiðsla til grunnskólabarna. Starfsmaður bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar greiðir því aðeins um eða innan við helming af því sem grunnskólabarn, á aldrinum 6-15 ára, þarf að greiða fyrir sinn mat. Á einum mánuði er Ísafjarðarbær að greiða niður fæði grunnskólabarns um 2.000 krónur á meðan niðurgreiðslan til starfsmanns bæjarskrifstofunnar nemur allt að 7.000 krónum.

Þorleifur Pálsson bæjarritari Ísafjarðarbæjar segir núverandi fyrirkomulag hafi verið tekið upp þegar ákveðið var að hafa skrifstofur Ísafjarðarbæjar opnar í hádeginu. Nú sé því hádegishlé starfsmanna 30 mínútur en áður hafi það verið 60 mínútur.

Greint frá á vestfirska vefnum bb.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið