Markaðurinn
Monkey sees, Monkey does
Blönduð viskí eru að lúta í lægra haldi fyrir malt viskí á börum um heim allan.
Árlega kemur út skýrsla á vegum Drinks International þar sem vinsælustu vörurnar á yfir 100 bestu börum í heiminum eru flokkaðar í annarsvega „Top Selling Brand“ og hinsvegar „Top Trending Brand“.
Bæði er verið að leitast eftir vinsælustu vörunum sem drukknar eru „need“ eða óblandaðar en líka sem eru notaðar í kokteila og er svo samantektin útkoma listans.
Skýrslan fyrir 2018 kom nú í byrjun árs og í flokknum „Scotch“ var það „the new Monkey on the block“ sem stal senunni, en Monkey Shoulder var bæði „Top Selling Brand“ og Top Trending Brand“ á börum heimsins árið 2018. Monkey Shoulder er ungt brand í samanburði við gömlu risana en það kom fyrst á markað árið 2005 og er blandað malt viskí frá Glenfiddich, Balvenie og Kininvie eymingarhúsunum, Glenfiddich og Balvenie eru bæði á þessum listum.
Það þykir tíðindum sæta að Monkey Shoulder malt viskí skuli verma topsætið en þetta er reyndar trend sem er búið að vera í uppsiglingu en síðustu 3 árin er Monkey búinn að vera í fyrsta sæti sem „Top Trending Brand“ og í fyrra var það í öðru sæti sem „Top Selling Brand“ Þá spáðu menn því að Monkey myndi taka toppsætið að ári liðnu sem svo gerðist.
Barþjónar á Íslandi eru engir eftirbátar kollega sinna úti í heimi en samkvæmt CCEP á Íslandi sem flytur inn Moneky Shoulder hefur salan aukist um 44% á milli áranna 2017 og 2018 og hafa þau þurft að óska eftir auknu magni þar sem Monkey er ekki framleiddur í ótakmörkuðu magni.
Nú er bara spennandi að sjá hvort viðbótar magnið dugi.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta20 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði