Vín, drykkir og keppni
Mögulegar gleragnir í Stella Artois bjór
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af Stella Artois bjór vegna hugsanlegs galla í glerflöskum, en þær geta innihaldið gleragnir. Vínnes ehf. hefur innkallað Stella Artois bjór í 330 ml flöskum með best fyrir dagsetningum 06/12/18 og 07/03/19, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem að hætta er á glerbroti í bjórflösku frá brugghúsinu AB InBev í Belgíu sem framleiðir Stella Artois.
Sjá einnig: Hætta á glerbroti í bjórflösku
Vörur sem falla undir innköllunina hafa þegar verið teknar úr sölu Vínbúða ÁTVR en mögulegt er að neytendur eigi eintök með þessum tveimur best fyrir dagsetningum. Þeim einstaklingum sem hafa ofangreinda vöru undir höndum er bent á að skila henni til Vínness ehf. að Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík eða í næstu Vínbúð ÁTVR og fá nýja í staðinn.
Nánari upplýsingar um vöruna er hægt að nálgast í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt mynd af vörunni hér.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!