Vín, drykkir og keppni
Mögulegar gleragnir í Stella Artois bjór
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af Stella Artois bjór vegna hugsanlegs galla í glerflöskum, en þær geta innihaldið gleragnir. Vínnes ehf. hefur innkallað Stella Artois bjór í 330 ml flöskum með best fyrir dagsetningum 06/12/18 og 07/03/19, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem að hætta er á glerbroti í bjórflösku frá brugghúsinu AB InBev í Belgíu sem framleiðir Stella Artois.
Sjá einnig: Hætta á glerbroti í bjórflösku
Vörur sem falla undir innköllunina hafa þegar verið teknar úr sölu Vínbúða ÁTVR en mögulegt er að neytendur eigi eintök með þessum tveimur best fyrir dagsetningum. Þeim einstaklingum sem hafa ofangreinda vöru undir höndum er bent á að skila henni til Vínness ehf. að Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík eða í næstu Vínbúð ÁTVR og fá nýja í staðinn.
Nánari upplýsingar um vöruna er hægt að nálgast í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt mynd af vörunni hér.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan