Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mmmm… girnilegir þessir nýju réttir á Café Paris
Nú á dögunum bættust við nýir réttir á Café Paris matseðilinn og það verður nú að segjast að þeir eru girnilegir, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:

Andasalat: (var á seðli og er enn, bara svo hrikalega girnilegt að við verðum að leyfa ykkur að sjá réttinn)
Hæg eldað andalæri, geitaostur, brenndar fíkjur, ferskt salat, rauðrófa, cantalope, ristuð graskerfræ, sýrður rauðlaukur, romaine salat og appelsínufíkjugljái.

Lamb:
Lambahryggvöðvi, með graskersmauki, karamelluseraðu grænmeti, kryddjurta kartöflum og madeira soðsósu.

Grísasamloka
BBQ grísasamloka (hægeldaður grís) í foccacia brauði með agúrku, tómati, salati og chili majonesi, borin fram með frönskum kartöflum.

Cafe Paris salat:
Karamelluhúðaður geita ostur, parmaskinka, salatblanda, valhnetur, tómat, rauðlaukur, eplateningar og sinnepssósa.

Belgísk Vaffla:
Belgísk vaffla með jarðaberjum, karmellusósu og þeyttum rjóma.
og fæst einnig með:
Belgísk vaffla með súkkulaði marquise, bananabitum og þeyttum rjóma.
Ég stefni svo að því eftir áramót að hafa sérstakan hádegisseðil, þar sem verða breytilegir góðir og ferskir fisk-, og kjötréttir.
, sagði Gylfi Ásbjörnsson, rekstrarstjóri og yfirmatreiðslumaður Cafe París í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort aðrar breytingar verða á næstunni.
Myndir: af facebook síðu Café Paris.
Eru nýir réttir á þínum seðli? Sendu okkur línu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?