Markaðurinn
Mjólkursamsalan bætir merkingar á mjólkurfernum til að minnka matarsóun
Mjólkursamsalan hefur tekið mörg skref í umhverfismálum á undanförnum árum og einbeitir sér m.a. að minnkun á matarsóun. MS merkir nú mjólkurfernurnar Best fyrir – oft góð lengur til þess að hvetja til minni matarsóunar.
Merkingin „Best fyrir“ merkir í raun lágmarksgeymsluþol matvæla og gefa þessar merkingar frekar til kynna gæði en öryggi matvæla. Matvörur sem eru merktar með „best fyrir“ eru oft í lagi eftir þá dagsetningu svo lengi sem lykt og bragð er í lagi og ef varan hefur verið geymd rétt.
Sambærilegar merkingar hafa gefið góða raun í nágrannalöndum okkar, m.a. í Noregi þar sem þær hafa mælst mjög vel fyrir.
MS hvetur neytendur til að draga úr matarsóun og bendir á heimasíðu Umhverfisstofnunar þar sem mikið er af leiðbeiningum og hugmyndum fyrir neytendur matarsoun.is. Á síðunni kemur m.a. fram munurinn á geymsluþolsmerkingunum „best fyrir“ og „síðasti notkunardagur“ og þar eru neytendur hvattir til að nota nefið til að meta hvort varan sé í lagi eftir best fyrir dagsetninguna.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.