Markaðurinn
Mjólkurbúið mathöll og Dineout sameina krafta sína í miðbæ Selfoss – Myndir
Það er sönn ánægja að tilkynna formlegt samstarf á milli Dineout og Mjólkurbúsins mathallar á Selfossi. Teymi Dineout og forsvarsmenn Mjólkurbúsins hafa unnið náið saman síðustu mánuði í að besta ferla og innleiða hugbúnaðarlausnir Dineout á veitingastaði í mathöllinni. Forsvarsmenn félagsins mörkuðu sér strax í upphafi skýra stefnu. Þeir óskuðu eftir betri yfirsýn í bakendakerfi, aukinn sýnileika í gegnum markaðstorg Dineout og að ná til erlendra ferðamanna sem Dineout er með á sínum miðlum og í gegnum systur vörumerki sitt “Icelandic Coupons”.
Sannkallað matarmenningarhús
Mjólkurbúið er staðsett í glæsilegum nýjum miðbæ Selfoss. Í mathöllinni má finna átta veitingastaði, glæsilegan bar, pílu frá Skor og skyrsýningu í 1.500 fermetra rými með sæti fyrir yfir 300 manns.
Staðir innan Mjólkurbúsins eru Ísey Skyr Bar, Menam Thai Food, Röstí, Menam DimSum, Takkó, Samúelsson Matbar, Romano Pasta, Flatey Pizza, Risið Vínbar og Skyrland. Veröld Mjólkurbúsins á dineout.is má sjá hér og vefsíða Mjólkurbúsins hér.
Þjónusta skiptir öllu máli
„Við erum afar ánægð með að hafa hafið samstarf við Dineout og vera orðin hluti af þeirra stóra og glæsilega markaðstorgi. Það ríkir augljóslega mikill metnaður innan fyrirtækisins og allar þær væntingar og lausnir sem við óskuðum eftir hafa verið uppfylltar og leystar.
Við leggjum mikið upp úr því að þjónusta viðskiptavini okkar sem allra best og að allt umhverfi og rekstur sé til fyrirmyndar. Þess vegna er traust og gott samstarf sem þetta okkur mikilvægt. Við hlökkum til að taka á móti gestum okkar í sumar þar sem miðbær Selfoss mun iða af lífi,”
segir Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Mjólkurbúsins.
Verð fastagestur í sumar
Andri Björn Indriðason, sölustjóri hjá Dineout er virkilega stoltur af samstarfinu og fagnar þeirri matarmenningu sem hefur sprottið upp á Selfossi.
„Teymi Dineout þjónustar yfir 50 staði með hugbúnaðarlausnum á Suðurlandi og þeim fjölgar ört. Ætli við fjölskyldan verðum ekki fastagestir á Suðurlandinu allar helgar í sumar! Það er virkilega gaman að vera partur af svona uppbyggingu sem færir öllum landshlutum góðan mat.“
Fleiri mathallar verkefni eru á borðinu hjá Dineout og þakkar Andri fyrir það traust sem rekstraraðilar bera til teymi Dineout.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum