Frétt
Minnsti veitingastaður Íslands fær 2 Michelin stjörnu veitingastað í heimsókn
Kadeau frá Kaupmannahöfn kemur til Íslands og heldur Pop Up á ÓX restaurant 16. – 17. nóvember næstkomandi.
Kadeau skartar 2 Michelin stjörnum og er einn af mest spennandi veitingastöðum í Danmörku. Kadeau eru þekktir fyrir að rækta mesta allt sitt grænmeti og jurtir sjálfir á eyjunni Bornholm. Kadeau og ÓX hafa útbúið 15. rétta matseðil sem munu leika við bragðlauka gesta ÓX um helgina.
ÓX er 11 sæta veitingastaður sem er falinn (speakeasy) á bakvið Sumac Grill + Drinks á Laugavegi 28.
ÓX opnaði formlega í apríl á þessu ári og hefur heldur betur slegið í gegn hjá þeim gestum sem hafa sótt staðinn.
Fullbókað er á kvöldin en hægt er að skrá sig á biðlista hér.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Nemendur & nemakeppni17 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin