Freisting
Minnsta hótel í heimi ?
Minnsta hótel í heimi er væntanlega fundið. Það er í þorpinu Amberg í Bæjaralandi og er aðeins 53 fermetrar að stærð. Þótt húsið sé ekki stórt kostar sitt að gista þar: 190 evrur á sólarhring eða jafnvirði rúmlega 23 þúsund króna.
Húsið, sem nefnist Eh’haeusl ( www.ehehaeusl.de ) eða hjónabandshúsið, var byggt árið 1728 þegar reistir voru veggir á milli tveggja bygginga og þak sett yfir. Eitt sinn var húsið notað til að sniðganga hjónabandslög, sem kváðu á um að pör, sem vildu gifta sig, yrðu að eiga fasteign. Var húsið þá skráð á hjónaleysi svo þau gætu fengið leyfisbréf og síðan gekk húsið til næsta pars.
Hótelið hefur nú verið opnað að nýju eftir endurbætur. Brúðhjón gista þarna gjarnan á brúðkaupsnóttina.
Smellið hér til að skoða myndskeið á vef Mbl.is
Mynd: ehehaeusl.de | [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta