Vertu memm

Freisting

Minnsta hótel í heimi ?

Birting:

þann

Minnsta hótel í heimi er væntanlega fundið. Það er í þorpinu Amberg í Bæjaralandi og er aðeins 53 fermetrar að stærð. Þótt húsið sé ekki stórt kostar sitt að gista þar: 190 evrur á sólarhring eða jafnvirði rúmlega 23 þúsund króna.

Húsið, sem nefnist Eh’haeusl ( www.ehehaeusl.de ) eða hjónabandshúsið, var byggt árið 1728 þegar reistir voru veggir á milli tveggja bygginga og þak sett yfir. Eitt sinn var húsið notað til að sniðganga hjónabandslög, sem kváðu á um að pör, sem vildu gifta sig, yrðu að eiga fasteign. Var húsið þá skráð á hjónaleysi svo þau gætu fengið leyfisbréf og síðan gekk húsið til næsta pars.

Hótelið hefur nú verið opnað að nýju eftir endurbætur. Brúðhjón gista þarna gjarnan á brúðkaupsnóttina.

Smellið hér til að skoða myndskeið á vef Mbl.is

 

Mynd: ehehaeusl.de | [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið