Smári Valtýr Sæbjörnsson
Miklar framkvæmdir á Víkinni | Snorri Birgir: „Ég ætlaði nú bara að dúka eldhúsið“
Veitingastaðurinn Víkin sem staðsettur er í Sjóminjasafninu í Reykjavík hefur verið lokaður, en núna standa yfir miklar breytingar á staðnum. Víkin opnar aftur um mánaðarmótin maí og júní næstkomandi.
Snorri Birgir Snorrason rekstraraðili vildi ekki gefa of mikið upp hvernig breytingar verða á staðnum nema þegar nær dregur að opnun. Snorri er matreiðslumeistari að mennt en hann tók við rekstrinum árið 2012 og hefur boðið upp á notalegt kaffihús ásamt veislusal og veisluþjónustu.
„Opna á kvöldin. Höfum hingað til bara verið kaffihús og lunch og svo veislur á kvöldin.“
, sagði Snorri í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort breytingar yrði á opnunartíma. Staðurinn hefur hingað til boðið upp á fiskrétti í hádeginu ásamt súpu, heimalagað brauð, samlokur, kaffi og kökur. Það verður spennandi að sjá hvernig mat sem Snorri kemur til með að bjóða upp á kvöldin.
Myndir: facebook / Snorri Birgir Snorrason / Víkin Kaffihús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði