Smári Valtýr Sæbjörnsson
Miklar framkvæmdir á Víkinni | Snorri Birgir: „Ég ætlaði nú bara að dúka eldhúsið“

Kaffihúsið og veitingastaðurinn Víkin er staðsett á 1. hæð Sjóminjasafnsins með fallegu útsýni yfir höfnina.
Veitingastaðurinn Víkin sem staðsettur er í Sjóminjasafninu í Reykjavík hefur verið lokaður, en núna standa yfir miklar breytingar á staðnum. Víkin opnar aftur um mánaðarmótin maí og júní næstkomandi.
Snorri Birgir Snorrason rekstraraðili vildi ekki gefa of mikið upp hvernig breytingar verða á staðnum nema þegar nær dregur að opnun. Snorri er matreiðslumeistari að mennt en hann tók við rekstrinum árið 2012 og hefur boðið upp á notalegt kaffihús ásamt veislusal og veisluþjónustu.
„Opna á kvöldin. Höfum hingað til bara verið kaffihús og lunch og svo veislur á kvöldin.“
, sagði Snorri í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort breytingar yrði á opnunartíma. Staðurinn hefur hingað til boðið upp á fiskrétti í hádeginu ásamt súpu, heimalagað brauð, samlokur, kaffi og kökur. Það verður spennandi að sjá hvernig mat sem Snorri kemur til með að bjóða upp á kvöldin.

Snorri deildi þessari mynd á facebook og skrifaði; „Ég ætlaði nú bara að dúka eldhúsið“, og við það skapaðist skemmtilegar umræður.
Myndir: facebook / Snorri Birgir Snorrason / Víkin Kaffihús

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn