Freisting
Michelinkokkurinn Emile Jung á Íslandi

Emile Jung ásamt matreiðslumönnum á veitingastað sínum Au Crocodile
Kaupþing býður tæplega tvö hundruð viðskiptavinum bankans í lúxuskvöldverð á Listasafni Reykjavíkur um helgina. Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands eldar og dýrasta vínið kostar allt að hundrað þúsund krónum flaskan.
Kaupþing í Lúxemborg býður til einkakvöldverðar bæði föstudags og laugardagskvöld og hafa forsvarsmenn bankans flutt inn matreiðslumeistara frá Frakklandi. Hann heitir Emile Jung og er eigandi staðarins Au Crocodile sem er í Strasborg. Veitingastaðurinn er með þeim dýrari í Frakklandi. Hann er með tvær michelin stjörnur sem er mælikvarði á gæði staðarins. Mest geta veitingastaðir fengið þrjár Michelin stjörnur. Sem dæmi kostar 10 rétta tilboðsmatseðill á heimasíðu staðarins fyrir tvo með víni um 415 evrur eða tæpar fjörutíu þúsund krónur.
Í porti Listasafns Reykjavíkur fara herlegheitin fram. 80 íslenskum viðskiptavinum verður boðið til kvöldverðar á morgun og um 115 stærstu viðskiptavinum Kaupþings í Lúxemborg verður boðið til kvöldverðar á laugardagskvöld.
Boðið verður upp á 10 rétta máltíð bæði kvöldin. Á boðstólnum verður meðal annars hreindýr, anda-og gæsalifur, linghænur, dúfur, humar og fleira. Þá verður boðið upp á hágæðavín með matnum, Pingus frá Spáni og Bordeaux vín frá Frakklandi. Veitinga þjónustuna Múlakaffi aðstoðar Emile Jung við framleiðslu.
Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 herma að ódýrasta vínið kosti tæpar fjörutíu þúsund krónur en dýrustu vínin á kvöldverðinum kosti allt að hundrað þúsund íslenskum krónum. Í vínbúðinni í Austurstræti kostar dýrasta rauðvínið tæpar tuttugu þúsund krónur.
Forsvarsmenn Kaupþings vildu ekki tjá sig um veisluhöldin þegar leitað var eftir því.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





