Freisting
Michelinkokkurinn Emile Jung á Íslandi
Emile Jung ásamt matreiðslumönnum á veitingastað sínum Au Crocodile
Kaupþing býður tæplega tvö hundruð viðskiptavinum bankans í lúxuskvöldverð á Listasafni Reykjavíkur um helgina. Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands eldar og dýrasta vínið kostar allt að hundrað þúsund krónum flaskan.
Kaupþing í Lúxemborg býður til einkakvöldverðar bæði föstudags og laugardagskvöld og hafa forsvarsmenn bankans flutt inn matreiðslumeistara frá Frakklandi. Hann heitir Emile Jung og er eigandi staðarins Au Crocodile sem er í Strasborg. Veitingastaðurinn er með þeim dýrari í Frakklandi. Hann er með tvær michelin stjörnur sem er mælikvarði á gæði staðarins. Mest geta veitingastaðir fengið þrjár Michelin stjörnur. Sem dæmi kostar 10 rétta tilboðsmatseðill á heimasíðu staðarins fyrir tvo með víni um 415 evrur eða tæpar fjörutíu þúsund krónur.
Í porti Listasafns Reykjavíkur fara herlegheitin fram. 80 íslenskum viðskiptavinum verður boðið til kvöldverðar á morgun og um 115 stærstu viðskiptavinum Kaupþings í Lúxemborg verður boðið til kvöldverðar á laugardagskvöld.
Boðið verður upp á 10 rétta máltíð bæði kvöldin. Á boðstólnum verður meðal annars hreindýr, anda-og gæsalifur, linghænur, dúfur, humar og fleira. Þá verður boðið upp á hágæðavín með matnum, Pingus frá Spáni og Bordeaux vín frá Frakklandi. Veitinga þjónustuna Múlakaffi aðstoðar Emile Jung við framleiðslu.
Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 herma að ódýrasta vínið kosti tæpar fjörutíu þúsund krónur en dýrustu vínin á kvöldverðinum kosti allt að hundrað þúsund íslenskum krónum. Í vínbúðinni í Austurstræti kostar dýrasta rauðvínið tæpar tuttugu þúsund krónur.
Forsvarsmenn Kaupþings vildu ekki tjá sig um veisluhöldin þegar leitað var eftir því.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni21 klukkustund síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop