Smári Valtýr Sæbjörnsson
Michelin stjarna í fyrsta sinn til Íslands
Veitingastaðurinn DILL Restaurant hefur getið sér gott orð hérlendis sem erlendis. Hann hefur hlotið margskonar viðurkenningar og hefur nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar. Nú hefur það verið gert opinbert að DILL hlýtur eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir víða um heim keppast um að fá, eina Michelin stjörnu.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Ragnar Eiríksson matreiðslumaður tók við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda DILL, Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitngastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York í samstarfi við Claus Meyer. Agern fékk sína Michelin stjörnu seint á síðasta ári.
Veitingastjóri Sæmundar í sparifötunum, Ólafur Ágústsson, tók við stöðu Gunnars og er nú starfandi framkvæmdastjóri á Sæmundi í sparifötunum og hefur yfirumsjón með DILL Restaurant, Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends Reykjavík ásamt Hinriki Carl Ellertssyni.
Innanhúshönnuður DILL er Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður sem hefur skapað sér orð víða um heim fyrir störf sín. Hann gerði leikmyndir fyrir kvikmyndir á borð The Good Heart og París Norðursins og hefur einnig hannað fyrir KEX Hostel, Geysi, Mikkeller og mörg önnur fyrirtæki.
Vídeó
Hægt er að sjá þegar Ragnar tekur við viðurkenningunni í meðfylgjandi myndbandi:
Myndir: Karl Petersson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss