Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Michelin kokkurinn Chee Hwee Tong opnar nýjan veitingastað
Michelin kokkurinn Chee Hwee Tong, sem hafði umsjón með Michelin-stjörnu stöðum þar á meðal Hakkasan, Yauatcha og HKK undanfarin 18 ár, hefur snúið aftur í veitingageirann í London í fyrsta skipti síðan 2019 og mun opna kínverska veitingastaðinn Gouqi í St James’s í London í lok febrúar.
Hann mun bjóða upp á nútímalega kínverska matargerð með lifandi afurðum alls staðar að úr heiminum, eins og norskan kóngakrabba, Gillardeau ostrur eða skoskan humar.
Meðal rétta verður signature réttur Tong, Peking önd með Oscietra kavíar, að auki stökkur kjúklingur með foie gras og gufusoðnu royal dim sum fati sem hann er þekktastur fyrir.
Hægt er að skoða A la carte matseðilinn hér og eins kokteilseðilinn hér. Alla matseðla staðarins er hægt að skoða með því að smella hér.
Veitingastaðurinn býður upp á 78 manns í sæti og tvær borðstofur fyrir einkasamkvæmi.
Alan Tang, sem hefur unnið á Hakkasan, Four Seasons, Shangri-La the Shard hefur verið ráðinn sem veitingastjóri og Valentin Bunea verður Sommelier á Gouqi.
Heimasíða: www.gouqi-restaurants.co.uk
Mynd: gouqi-restaurants.co.uk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu