Freisting
Michelin gefur út '06 einkunnagjöf til Frakklands
Einkunnagjöf frá Michelin Guide 2006 yfir veitingastaði í Frakklandi, var kunngjört í gær og bættust á listann fjölmargir Michelin veitingastaðir.
Les Maisons de Bricourt með matreiðslu- meistaranum Olivier Roellinger í Cancale in Brittany. Le Maison er veitingastaður sem hefur verið opin frá árinu 1982, hefur hlotið langþráðna þriggja stjörnu Michelin.
Í París hefur matreiðslumeistarinn Alain Senderens’s Lucas Carton misst þriggja stjörnu Michelin þar sem hann lokaði staðnum síðastliðið vor og breytti staðnum í látlausan veitingastað, en hann var orðin langþreyttur á þrýstingnum að viðhalda þriggja stjörnu Michelin staðlinum, en samt sem áður nær hann að næla sér í tvær stjörnur, ekki slæmt á þeim bæ. Staðurinn heitir núna einfaldlega Sanderens. (Heimasíðan er í vinnslu www.lucascarton.com )
Joël Robuchon, matreiðslumeistari frá París vill ekki vera með þrjár stjörnu á herðum sér, var samt sem áður veittur eina stjörnu fyrir veitingastaðinn L’Atelier de Joël Robuchon, þar sem einungis er afgreiðsluborð og enginn borð.
La Table de Joël Robuchon, er einnig veitingastaður í eigu Robuchon, hefur bætt við eina stjörnu og er þar með komin með tvær. La Tour d’Argent, er sögufrægur veitingastaður í París, en hann var lækkaður um tign frá tveimur stjörnum í eina. Veitingastaðurinn Benoit, er lotningarverður staður, sem var keyptur af hinum fræga matreiðslumeistara Alain Ducasse á síðasta ári, heldur sinni einni stjörnu staðli.
Heimild:
New York Times
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði