Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Metnaðarfullur hamborgarastaður opnar í Mathöll Höfða – Máni Snær: „Þetta konsept varð til í eldhúsinu mínu á nokkrum árum“
Nýr og metnaðarfullur hamborgarastaður opnaði í Mathöll Höfða nú á dögunum og ber heitið Beef & Buns. Nánast allt er unnið frá grunni, allt fyrir utan franskarnar. Hamborgarabrauðin eru bökuð daglega og steikur hakkaðar daglega.
Aðaleigandi staðarins, Máni Snær Hafdísarson, er sálfræði menntaður og starfar á Landspítala en nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu í frítíma og þar varð Beef & Buns hamborgarinn til eftir nokkurra ára tilraunastarfsemi.
„Þetta konsept varð til í eldhúsinu mínu á nokkrum árum.“
Segir Máni Snær og bætir við:
„Ferlið var líkt og í vísindatilraun þar sem mismunandi nautasteikur voru vigtaðar, hakkaðar, og blandað saman í ótal mismunandi hlutföllum þar til fullkomið bragð og áferð náðist.
Margar brauðuppskriftir voru bakaðar, hrært var í tugir tegundir sósa, allskyns cheddar ostar voru smakkaðir og gúrkur voru sýrðar á mismunandi máta.“
Útkoman er vægast sagt gómsæt og vildi Máni deila henni með fleiri en fjölskyldu sinni og fékk til þess sér til liðs fyrrum skólafélaga sinn og kokkinn Pétur Kristjánsson, úr varð Beef & Buns.
Opnunartími er: mán til sun frá klukkan 11:30 – 21:00
Instagram: @beef_and_buns
Myndir: aðsendar

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun