Freisting
Merkingar á erfðabreyttum matvælum

Beðið verður með að setja reglur um merkingu á erfðabreyttum matvælum og fóðri hér á landi þar til viðræðum EFTA-landanna og ESB lýkur og ákvæði um þetta verða tekin upp í EES-samninginn.
Þetta kemur fram í svari sem Neytendasamtökin hafa fengið frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu en Neytendasamtökin sendu erindi til ráðuneytisins þann 13. apríl sl. um að slíkar reglur verði settar hér sem fyrst.
Í svari ráðuneytisins kemur fram að ef stjórnvöld grípi þegar til aðgerða varðandi merkingar á erfðabreyttum matvælum væri um einhliða ákvörðun að ræða án samþykkis framkvæmdastjórnar ESB og að slík lausn væri mjög erfið ef ekki óframkvæmanleg.
Það verður að segjast eins og er að Neytendasamtökin eiga mjög erfitt með að skilja þessa fullyrðingu ráðneytisins og þá ekki ekki síst í ljósi þess að samtökin eru aðeins að fara fram á að sömu reglur gilda hér og innan ESB. Einnig í ljósi þess að önnur EFTA-lönd, Noregur, Sviss og Lichtenstein, hafa öll sett reglur um merkingar á erfðabreyttum matvörum og allavega Norðmenn hafa strangari reglur en ESB. Þessar þjóðir hafa getað gert þetta án þess að reglur ESB hafi verið teknar upp í EES-samninginn. Það er því eðlilegt að spurt sé; gilda önnur lögmál hér en í öðrum Evrópulöndum?
Minnt er á Ísland er eina landið á EES-svæðinu þar sem ekki þarf að merkja slík matvæli sérstaklega.
Á vef Neytendasamtakana segir að um leið eru íslensk stjórnvöld að taka eðlilegt valfrelsi frá neytendum.
Greint frá á vef Neytendasamtakana
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





