Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Medlock Ames víngerðin í Sonoma til sölu fyrir 6,2 milljarða króna

Birting:

þann

Medlock Ames víngerðin í Sonoma til sölu fyrir 6,2 milljarða króna

Yfirlitsmynd af Medlock Ames víngerðinni í Healdsburg, þar sem sólarorkuvirkni og sjálfbær ræktun blandast náttúrufegurð Sonoma-svæðisins.

Hin rómaða víngerð Medlock Ames í Sonoma-sýslu í Kaliforníu hefur verið sett á sölu fyrir um það bil 6,2 milljarða íslenskra króna. Eignin spannar 342 ekrur í Healdsburg og nær yfir tvö af þekktustu vínræktarsvæðum svæðisins: Russian River Valley og Alexander Valley.

Tilboðið nær til víngerðarinnar sjálfrar, vinsæls smakkherbergis, þriggja íbúðarhúsa og víðtækra leyfisveitinga fyrir viðburðahald og vínveitingar á svæðinu.

Medlock Ames var stofnuð árið 1998 af vinunum Chris Medlock James og Ames Morrison, sem fluttu vestur frá New York til að kaupa Bell Mountain Ranch. Þeir öðluðust fljótt orðspor fyrir framúrskarandi Cabernet Sauvignon og aðrar Bordeaux-blöndur, auk þess að leggja ríka áherslu á sjálfbæra víngerð. Árið 2004 var sólarsellum komið fyrir á allri jörðinni, og árið 2022 varð Medlock Ames fyrsta víngerðin í Sonoma-sýslu til að hljóta Regenerative Organic-vottun.

Medlock Ames víngerðin í Sonoma til sölu fyrir 6,2 milljarða króna

Gestir á leið í vínsmökkun ganga um Bell Mountain Ranch – hjarta Medlock Ames víngerðarinnar.

Þó ákvörðunin um að setja víngerðina á sölu hafi verið tekin fyrir 18 mánuðum, ber hún upp á tíma þar sem vínneysla í Bandaríkjunum hefur dregist saman. Það hefur haft áhrif á marga framleiðendur í Kaliforníu, sem hafa neyðst til að skera niður starfsemi eða loka.  Til að mynda hefur Duckhorn Portfolio lokað sumum smakkherbergjum sínum og hætt við framleiðslu á tilteknum vínum. Þá hefur verð á annarri þekktri víngerð, Rafael í Napa, lækkað úr um 1,4 milljörðum króna niður í rúmlega 1,1 milljarð.

Medlock Ames víngerðin í Sonoma til sölu fyrir 6,2 milljarða króna

Abby Watt, aðalvíngerðarkona Medlock Ames, hefur leitt endurreisn víngerðarinnar eftir eldsvoðann árið 2018.

Julie Rothberg, forseti Medlock Ames, segir víngerðina standa í blóma undir stjórn víngerðarkonunnar Abby Watt. Eftir að hluti Bell Mountain Ranch eyðilagðist í Kincade-skógareldinum árið 2018 hefur verið unnið hörðum höndum að endurheimt vínekranna, sem nú eru í fullum gangi á ný.

Medlock Ames víngerðin í Sonoma til sölu fyrir 6,2 milljarða króna

Medlock Ames býr yfir leyfi til að halda einkaviðburði á vínekrusvæðinu, þar sem gestir njóta víns og umhverfisins.

„Landið hefur lifnað við,“

segir Rothberg í fréttatilkynningu.

„Ef þú kæmir og sæir það núna, myndirðu ekki einu sinni sjá merki um að þar hefði áður brunnið.“

Medlock Ames víngerðin í Sonoma til sölu fyrir 6,2 milljarða króna

Viðburðir og smökkunarfundir eru reglulegur hluti af starfsemi víngerðarinnar, sem hefur þróað sterkt samfélag meðal vínaunnenda.

Eignin inniheldur 47 ekrur af vínekrum, þar af helmingur með Cabernet Sauvignon, og möguleiki er á að planta vínvið á 33 ekrum til viðbótar. Núverandi árleg framleiðsla er um 8.000 kassar, en innviðir víngerðarinnar gera kleift að auka framleiðsluna í allt að 20.000 kassa á ári.

Auk vínræktarinnar fylgja þrjú íbúðarhús með aðstöðu á borð við sundlaugar, líkamsræktarsal og bocce-völl. Eignin býr yfir sjaldgæfum leyfum sem heimila einkaviðburði og vínveitingar á víðfeðmu svæði – þar með talið í görðum og útisvæðum.

Á meðan á söluferlinu stendur heldur Medlock Ames áfram venjubundinni starfsemi og stefnt er að því að finna nýjan eiganda sem deilir framtíðarsýn stofnandanna og heldur áfram að þróa víngerðina næstu áratugi.

Myndir: medlockames.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið