Starfsmannavelta
McDonald’s hættir alfarið allri starfsemi í Rússlandi
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald’s hyggst nú selja alla veitingastaði sína í Rússlandi og hætta alfarið allri starfsemi þar í landi.
Fyrirtækið hafði áður tilkynnt að það myndi loka stöðunum, sem eru um 850 talsins, en nú stendur til að selja þá innlendum aðila. Sá mun ekki geta notað nafn eða merki fyrirtækisins að því er fram kemur á visir.is.
McDonald’s hefur rekið meira en 80 prósent staðanna í Rússlandi, sem hafa fært fyrirtækinu 9 prósent heildartekja sinna. Þá hefur hagnaður af rekstri staðanna numið 3 prósent af heildarhagnaði keðjunnar.
65 þúsund manns störfuðu hjá McDonald’s í Rússlandi fyrir innrásina.
McDonald’s hefur hingað til greitt starfsmönnum sínum í Úkraínu laun, þrátt fyrir að staðirnir þar séu líka lokaðir, segir að lokum í frétt á visir.is.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný