Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

McDonald’s býður upp á vegan máltíð í fyrsta sinn

Birting:

þann

Veggie Dippers

Í fyrsta sinn í sögu skyndibitakeðjunnar verður boðið upp á vegan máltíð í janúar 2010.

McDonald’s hefur tilkynnt að vegan máltíð verður í boði í fyrsta sinn í sögu skyndibitakeðjunnar.

Rétturinn, sem hefur fengið nafnið „Veggie Dippers“, kemur á matseðilinn nú í janúar (Veganúar) 2020 og hefur verið samþykktur af Vegan samfélaginu í Bandaríkjunum.

Veggie Dippers, er unnin úr rauðum pipar, hrísgrjónum, sólþurrkuðum tómatpestó, baunum og er þakið af stökkum brauðmylsum.

Í tilkynningunni frá McDonald’s er haft eftir Thomas O’Neill, yfirmann matvælamarkaðssviðs hjá McDonald’s, að engin hætta er á bæði innihaldsefnin og eldunaraðferðin muni valda krossmengun við önnur matvæli.

Hægt verður að fá fulla máltíð af Veggie Dippers á 2,99 dollara.

Fyrr á þessu ári bauð McDonald’s upp á grænmetisrétti, sem hefur verið tekið fagnandi hjá viðskiptavinum:

„Síðastliðna 12 mánuði höfum við séð 80% aukningu hjá viðskiptavinum sem panta grænmetisrétti á McDonald’s,“

sagði Thomas O’Neill í tilkynningu.

Auglýsingapláss

Í fyrsta sinn í sögu skyndibitakeðjunnar verður boðið upp á vegan máltíð í janúar 2010.

Mynd: mcdonalds.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið