Vertu memm

Frétt

Matvælasjóður úthlutar í fyrsta sinn: 62 verkefni hljóta styrk

Birting:

þann

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti fyrstu úthlutun Matvælasjóðs í morgun en alls hljóta 62 verkefni styrk að fjárhæð allt að 480 milljónir að þessu sinni. Alls bárust 266 umsóknir um styrki upp á 2,7 ma.kr.

Hægt er að fylgjast með upptöku frá úthlutuninni í meðfylgjandi myndbandi, en hún var í beinu streymi. Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs kynnti úthlutunina og vinnu stjórnar og fagráða sjóðsins.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Þessar öflugu og fjölbreyttu umsóknir eru vitnisburður um þann gríðarlega kraft og grósku sem er í íslenskri matvælaframleiðslu. Matvælasjóður styrkir nú 62 verkefni vítt og breitt um landið. Það var enda ein af lykiláherslum mínum við stofnun sjóðsins að hann myndi styrkja verkefni um allt land og að stuðningur við matvælaframleiðslu verði sem næst uppruna hennar.

Styrkir Matvælasjóðs eru um leið skýr skilaboð; stjórnvöld eru að fjárfesta í framtíðinni. Fjárfesta í aukinni verðmætasköpun. Við erum í krafti nýsköpunar og þróunar að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu til hagsbóta fyrir allt samfélagið.“

Fjölbreytt verkefni
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Sjóðurinn hefur fjóra styrktarflokka og verður fulltrúum 62 verkefna boðið að ganga til samninga um nýja styrki fyrir allt að 480 m. króna.

Meðal verkefna sem hljóta styrk að þessu sinni eru verkefni um að skoða tækifæri til að fullvinna laxaafurðir á Íslandi, verkefni um framleiðslu á húð- og hárvörum úr hliðarafurðum úr landbúnaði, verkefni um ræktun hafra og framleiðsla á haframjólk, verkefni sem gengur út á að auka nýtingu á verðmætum efnum úr þörungum, verkefni um þróun á framleiðslukerfi í sauðfjárrækt, verkefni um framleiðslu á fiskisósum úr afskurði og aukaafurðum af próteinríkum fiski og matþörungum úr héraði, verkefni um framleiðsla á íslenskri jurtamjólk á sjálfbæran hátt og verkefni um framleiðslu á orkustykkjum og snakki úr fjallagrösum.

Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs:

„Við erum mjög ánægð með viðtökurnar sem sjóðurinn fékk og við getum verið bjartsýn hvað framtíð matvælavinnslu á Íslandi varðar þar sem einstök framtakssemi og hugmyndaauðgi einkenndi umsækjendur. Við fyrstu úthlutun og yfirferð umsókna kom ýmislegt í ljós sem við sjáum að hægt er að bæta úr sem gert verður fyrir næstu úthlutun. Við hvetjum alla sem fengu ekki styrk að þessu sinni til að vinna áfram í sínum hugmyndum enda stutt í næstu úthlutun sem fer fram í vor og stefnum við á að opna fyrir umsóknir í mars.

Samhliða ætlum við að bjóða upp á rafrænt námskeið fyrir umsækjendur sem auglýst verður síðar. Einnig mun styrkþegum standa til boða að sækja rafræn námskeið sem munu vonandi auka líkur á að verkefnin náin tilsettum markmiðum.“

Styrkir úr Báru, Afurð, Fjársjóði og Keldu
Fagráð sjóðsins eru fjögur og voru stjórn til ráðgjafar. Þau voru skipuð aðilum sem höfðu þekkingu á ýmsum sviðum, m.a. matvælaframleiðslu, nýsköpun, vísindarannsóknum og markaðssetningu. Fagráð fóru yfir umsóknir og skiluðu til stjórnar forgangsröðun verkefna eftir einkunnum ásamt umsögnum um hvert verkefni fyrir sig. Við mótun tillagna tók stjórn einnig tillit til búsetu, kyns umsækjenda og verkefnastjóra ásamt því að horft var til þess að skiptingin á milli atvinnugreina væri sem jöfnust.

Ráðherra hefur nú úthlutað úr sjóðnum sem sjá má hér.

Mynd: stjornarradid.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið