Frétt
Matvælaráðherra leggur fram tillögur vegna fæðuöryggis
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn 17. maí, tillögur og greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands að fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögurnar eru í 16 liðum og miða að því að efla fæðuöryggi. Í framhaldinu verður unnið með þessar tillögur í annarri stefnumótun stjórnvalda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matvælaráðuneytisins.
Meðal annars er lagt til að svonefnt GFSI mat (Global Food Security Index) verði gert sem fyrst fyrir Ísland. Slíkt mat segir til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðuöryggi í landinu. Það er til dæmis gert með því að meta reglulega heildarfæðuneyslu á íbúa og fylgjast með þróun matvælaverðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lökustu kjörin.
Hlutverk innan stjórnkerfisins eru nú þegar skýr hvað varðar kröfur til næringargildis fæðunnar, og mikilvægt að tryggja að svo verði áfram. Landlæknisembættið gegnir lykilhlutverki hér með opinberum ráðleggingum um alhliða, næringarríkt matarræði, bæði fyrir börn og fullorðna.
Áhersla lögð á vöktun
Til að tryggja megi fæðuöryggi til framtíðar er í tillögunum lögð áhersla á vöktun á umhverfisbreytum og skuldbindingu stjórnvalda um að ná stjórn á áhrifum loftslagsbreytinga á fæðukerfi.
Fram kemur að neyðarbirgðir geti skipt sköpum í öryggisviðbúnaði þjóðarinnar. Stofnaður hefur verið sérstakur starfshópur um neyðarbirgðir á vegum forsætisráðuneytis sem ætlað er að taka ákvarðanir þar að lútandi, og því eru ekki settar fram tillögur um magn neyðarbirgða í skjalinu.
Þrátt fyrir að í tillögunum sé gert ráð fyrir neyðarbirgðum er engu að síður lögð megináhersla á öryggi fæðuframboðs. Þá er lagt til að vinna þurfi áhættugreiningar fyrir einstaka atburði sem geta snögglega leitt til ójafnvægis í framboði og fæðukeðjum. Dæmi um slíkt eru stríðsógnir, heimsfaraldrar og náttúruvá.
Afkoma bænda undirstaða fæðuöryggis
Bent er á í tillögunum að ásættanleg fjárhagsleg afkoma bænda sé ein af undirstöðum fæðuöryggis sem þurfi að huga að ásamt því að styrkja sem best jarðrækt á Íslandi hvort sem um er að ræða gras- eða kornrækt, útiræktun eða ylræktun.
Einnig er bent á mikilvægi orkuskipta þar sem áhersla er lögð á innlenda orkugjafa s.s. rafmagn og jarðhita ásamt endurnýtingu næringarefna frá heimilum og fyrirtækjum. Samfélagslegt átak í þeim efnum sé í senn undirstaða framfara í fæðuöryggi, sjálfbærni fæðuframleiðslu til lengri tíma og mikilvægt umhverfismál.
Tillögurnar voru unnar af Jóhannesi Sveinbjörnssyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tillögurnar ásamt greinargerð má finna hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur