Vertu memm

Freisting

Matur 2008

Birting:

þann

Þrjár glæsilegar sýningar verða haldnar í sýningarhöllinni Fífunni, sem er staðsett í hjarta Kópavogsbæjar. Um er að ræða Matur 2008, Ferðasýningin 2008 og Golf á Íslandi 2008. Sýningarnar verða saman ein stærsta og veglegasta vörusýning sinnar tegundar á Íslandi og eru sýnendur; fyrirtæki, stofnanir, félagssamtök og faghópar sem tengjast þessum þremur greinum á einn eða annan hátt.

Matur 2008
Tilgangur sýningarinnar Matur 2008 er að auka enn frekar hróður íslenskrar matargerðar og efla vitund, þekkingu og fræðslu á matarmenningu hér á landi sem og framleiðslu. Markmiðið er einnig að kynna nýjungar á sviði matar, vekja athygli á vörum sem tengjast mat og auka eftirspurn og þekkingu hjá hinum almenna neytanda. Matur 2008 er eins og undanfarin ár haldin í samvinnu við og með stuðningi Kópavogsbæjar.

Ferðasýningin 2008
Markmið Ferðasýningarinnar er að auka áhuga Íslendinga á ferðamennsku og ferðaþjónustu á Íslandi. Mikilvægt er að kynna fyrir almenningi og fagaðilum framboð í ferðaþjónustu og ýmsar nýjungar sem er í boði er tengjast ferðalögum og útivist. Síðast en ekki síst er markmiðið að veita upplýsingar um fræðslu, menntun og umhverfismál innan ferðaþjónustunnar. Ferðasýningin er haldin nú í þriðja sinn í samstarfi við SAF og Ferðasamtök Íslands

Golf á Íslandi 2008
Golfáhugi íslendinga er sífellt að aukast ár frá ári. Tilgangurinn með golfsýningunni er að kynna golfíþróttina hér á landi, auk þess sem markmiðið er að sýna búnað, vörur og þjónustu tengda golfi. Sýningin er skipulögð í samstarfi við Golfsamband Íslands.

Ýmsar almennar upplýsingar um sýninguna, er hægt að finna á vef matur.is

 

Texti; matur.is | [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið