Frétt
Matreiðslumaður óskast í veiðihús Laxá í Leirársveit í sumar

Veiðihúsið er við Stóra Lambhaga, rétt fyrir ofan Laxfoss. Hverri stöng fylgir tveggja manna herbergi með baðherbergi og sturtu. Nýlega er búið að byggja við húsið góða borðstofu en auk hennar hafa veiðimenn aðgang að skemmtilegri setustofu og svo er að sjálfsögðu heitur pottur.
Sporðablik ehf leitar að matreiðslumanni í veiðihús við Laxá í Leirársveit fyrir tímabilið frá 19. júní til 16. september. Til greina kemur að ráða tvo í starfið sem gætu skipt með sér sumrinu. Leitað er eftir starfsmanni með reynslu, áreiðanleika og þjónustulund.
Laxá í Leirársveit er 7 stanga laxveiðiá, sem er um 40 mínútur frá Reykjavik. Í veiðihúsinu er boðið uppá fyrsta flokks mat og gistingu, þar sem 10-14 manna hópar eru yfirleitt í tvo daga í senn. Matseðill fyrir hópa er nokkuð staðlaður og í veiðihúsinu eru um tvö og hálft stöðugildi sem sjá um rekstur hússins.
Umsóknir sendist til ooj@ojk.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn