Vertu memm

Keppni

Matreiðslumaður ársins 2013 | 27. – 29. september 2013

Birting:

þann

Verðlaunahafar í Matreiðslumaður ársins 2012 F.v. Garðar Kári Garðarsson (3. sæti), Bjarni Siguróli Jakobsson (1. sæti) og Hafsteinn Ólafsson (2. sæti)

Verðlaunahafar í Matreiðslumaður ársins 2012
F.v. Garðar Kári Garðarsson (3. sæti), Bjarni Siguróli Jakobsson (1. sæti) og Hafsteinn Ólafsson (2. sæti)

Loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir.  Klúbbur matreiðslumeistara hefur ákveðið dagsetningar á keppninni um Matreiðslumann ársins 2013.  Keppnin verður að þessu sinni haldin dagana 27. – 29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK Kópavogi.

Forkeppnin
Forkeppnin verður haldin dagana á undan eins og venjan er og verður nánar greint frá þeim dagsetningum síðar.  Nefndin um Matreiðslumann ársins mun leggjast undir feld til að ákveða hráefnin í keppninni og hvaða erlendu dómarar verða í dómnefndinni.

Til mikils að vinna
Það er til mikils að vinna í þessari keppni og má geta þess að sigurvegari síðasta árs, Bjarni Siguróli Jakobsson, fékk silfurverðlaun í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandanna. Bjarni Siguróli ásamt Hafsteini Ólafssyni sem vann annað sætið og Garðar Kári Garðarsson sem fékk þriðja sætið eru allir í nýju Kokkalandsliði, segir í fréttatilkynningu.

KM hvetur alla til að fjölmenna og gera keppnina stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr.

Mynd: Matthías
/Smári

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið