Keppni
Matreiðslumaður ársins 2013 | 27. – 29. september 2013
Loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Klúbbur matreiðslumeistara hefur ákveðið dagsetningar á keppninni um Matreiðslumann ársins 2013. Keppnin verður að þessu sinni haldin dagana 27. – 29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK Kópavogi.
Forkeppnin
Forkeppnin verður haldin dagana á undan eins og venjan er og verður nánar greint frá þeim dagsetningum síðar. Nefndin um Matreiðslumann ársins mun leggjast undir feld til að ákveða hráefnin í keppninni og hvaða erlendu dómarar verða í dómnefndinni.
Til mikils að vinna
Það er til mikils að vinna í þessari keppni og má geta þess að sigurvegari síðasta árs, Bjarni Siguróli Jakobsson, fékk silfurverðlaun í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandanna. Bjarni Siguróli ásamt Hafsteini Ólafssyni sem vann annað sætið og Garðar Kári Garðarsson sem fékk þriðja sætið eru allir í nýju Kokkalandsliði, segir í fréttatilkynningu.
KM hvetur alla til að fjölmenna og gera keppnina stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?