Keppni
Matreiðslumaður ársins 2013 | 27. – 29. september 2013

Verðlaunahafar í Matreiðslumaður ársins 2012
F.v. Garðar Kári Garðarsson (3. sæti), Bjarni Siguróli Jakobsson (1. sæti) og Hafsteinn Ólafsson (2. sæti)
Loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Klúbbur matreiðslumeistara hefur ákveðið dagsetningar á keppninni um Matreiðslumann ársins 2013. Keppnin verður að þessu sinni haldin dagana 27. – 29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK Kópavogi.
Forkeppnin
Forkeppnin verður haldin dagana á undan eins og venjan er og verður nánar greint frá þeim dagsetningum síðar. Nefndin um Matreiðslumann ársins mun leggjast undir feld til að ákveða hráefnin í keppninni og hvaða erlendu dómarar verða í dómnefndinni.
Til mikils að vinna
Það er til mikils að vinna í þessari keppni og má geta þess að sigurvegari síðasta árs, Bjarni Siguróli Jakobsson, fékk silfurverðlaun í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandanna. Bjarni Siguróli ásamt Hafsteini Ólafssyni sem vann annað sætið og Garðar Kári Garðarsson sem fékk þriðja sætið eru allir í nýju Kokkalandsliði, segir í fréttatilkynningu.
KM hvetur alla til að fjölmenna og gera keppnina stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu





