Keppni
Matreiðslumaður ársins 2008 í Danmörku, er Allan Poulsen
Í sinni þriðju atrenu um að vera Matreiðslumaður ársins í Danmörku tókst það hjá Allan Poulsen, en í fyrra var hann í þriðja sæti og 2006 í öðru sæti.
Keppnin var haldin í Herning Messecenter laugardaginn 2. Mars s.l. Keppnisfyrirkomulag var leyndarkarfa (mistery basket ) og var grunnhráefni:
-
Í forrétt: Langlúra og Limfjörðs kræklingur
-
Í aðalrétt: Kjúklingur
-
Í ábætir: Möndlur
Keppendur fengu 6,5 tíma frá því augnabliki þeir sáu körfuna og þar til þeir byrjuðu að skila réttum, fjöldi keppenda var 10 manns.
Allan Poulsen var þar til á laugardaginn sous chef hjá Michel Michaud á Ruths hótel í Skagen en sama dag og hann vann titilinn „Matreiðslumaður ársins 2008“ tók hann á leigu hótel Strandgaarden á eyjunni Læsö, þannig að það var nóg að gerast hjá drengnum þessa helgi.
Í öðru sæti var Kenneth Hansen á veitingastaðnum Prins Ferdinand í gamla bæjarhlutanum í Árósum .
Hér fylgir listi yfir matreiðslumann ársins í Danmörk síðastliðin 10 ár og hvar þeir eru núna
1998 – Rasmus Grönbeck , nú Restaurant Prémisse .
1999 – Jesper Koch nú Restaurant Koch.
2000 – Thomas Pasfall nú Munkebo Kro.
2001 – Thomas Herman nú Nimb Tivoli.
2002 – Rasmus Kjær nú Extra2go .
2003 – Rasmus Kofoed nú Geranium .
2004 – Sören Ledt nú Geranium.
2005 – Thorsten Vildgaard nú Noma .
2006 – Thorsten Schmidt nú Malling og Schmidt .
2007 – Ronny Emborg nú El Bulli.
2008 – Allan Poulsen nú Hotel Strandgaarden Læsö
Ljósmynd tók: Martin Dam Kristensen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024