Keppni
Matreiðslumaður ársins 2008 í Danmörku, er Allan Poulsen
Í sinni þriðju atrenu um að vera Matreiðslumaður ársins í Danmörku tókst það hjá Allan Poulsen, en í fyrra var hann í þriðja sæti og 2006 í öðru sæti.
Keppnin var haldin í Herning Messecenter laugardaginn 2. Mars s.l. Keppnisfyrirkomulag var leyndarkarfa (mistery basket ) og var grunnhráefni:
-
Í forrétt: Langlúra og Limfjörðs kræklingur
-
Í aðalrétt: Kjúklingur
-
Í ábætir: Möndlur
Keppendur fengu 6,5 tíma frá því augnabliki þeir sáu körfuna og þar til þeir byrjuðu að skila réttum, fjöldi keppenda var 10 manns.
Allan Poulsen var þar til á laugardaginn sous chef hjá Michel Michaud á Ruths hótel í Skagen en sama dag og hann vann titilinn „Matreiðslumaður ársins 2008“ tók hann á leigu hótel Strandgaarden á eyjunni Læsö, þannig að það var nóg að gerast hjá drengnum þessa helgi.
Í öðru sæti var Kenneth Hansen á veitingastaðnum Prins Ferdinand í gamla bæjarhlutanum í Árósum .
Hér fylgir listi yfir matreiðslumann ársins í Danmörk síðastliðin 10 ár og hvar þeir eru núna
1998 – Rasmus Grönbeck , nú Restaurant Prémisse .
1999 – Jesper Koch nú Restaurant Koch.
2000 – Thomas Pasfall nú Munkebo Kro.
2001 – Thomas Herman nú Nimb Tivoli.
2002 – Rasmus Kjær nú Extra2go .
2003 – Rasmus Kofoed nú Geranium .
2004 – Sören Ledt nú Geranium.
2005 – Thorsten Vildgaard nú Noma .
2006 – Thorsten Schmidt nú Malling og Schmidt .
2007 – Ronny Emborg nú El Bulli.
2008 – Allan Poulsen nú Hotel Strandgaarden Læsö
Ljósmynd tók: Martin Dam Kristensen
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Keppni4 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….