Keppni
Matreiðslumaður ársins 2008 í Danmörku, er Allan Poulsen
Í sinni þriðju atrenu um að vera Matreiðslumaður ársins í Danmörku tókst það hjá Allan Poulsen, en í fyrra var hann í þriðja sæti og 2006 í öðru sæti.
Keppnin var haldin í Herning Messecenter laugardaginn 2. Mars s.l. Keppnisfyrirkomulag var leyndarkarfa (mistery basket ) og var grunnhráefni:
-
Í forrétt: Langlúra og Limfjörðs kræklingur
-
Í aðalrétt: Kjúklingur
-
Í ábætir: Möndlur
Keppendur fengu 6,5 tíma frá því augnabliki þeir sáu körfuna og þar til þeir byrjuðu að skila réttum, fjöldi keppenda var 10 manns.
Allan Poulsen var þar til á laugardaginn sous chef hjá Michel Michaud á Ruths hótel í Skagen en sama dag og hann vann titilinn „Matreiðslumaður ársins 2008“ tók hann á leigu hótel Strandgaarden á eyjunni Læsö, þannig að það var nóg að gerast hjá drengnum þessa helgi.
Í öðru sæti var Kenneth Hansen á veitingastaðnum Prins Ferdinand í gamla bæjarhlutanum í Árósum .
Hér fylgir listi yfir matreiðslumann ársins í Danmörk síðastliðin 10 ár og hvar þeir eru núna
1998 – Rasmus Grönbeck , nú Restaurant Prémisse .
1999 – Jesper Koch nú Restaurant Koch.
2000 – Thomas Pasfall nú Munkebo Kro.
2001 – Thomas Herman nú Nimb Tivoli.
2002 – Rasmus Kjær nú Extra2go .
2003 – Rasmus Kofoed nú Geranium .
2004 – Sören Ledt nú Geranium.
2005 – Thorsten Vildgaard nú Noma .
2006 – Thorsten Schmidt nú Malling og Schmidt .
2007 – Ronny Emborg nú El Bulli.
2008 – Allan Poulsen nú Hotel Strandgaarden Læsö
Ljósmynd tók: Martin Dam Kristensen
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið8 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir






