Keppni
Matreiðslukeppnin „Bragð Frakklands“ | Vegleg verðlaun
Dagana 12. – 14. maí næstkomandi verður haldin matreiðslukeppnin „Bragð Frakklands“ eða „Taste of France“ í samvinnu Klúbbs Matreiðslumeistara, Franska sendiráðsins á Íslandi og Gallery restaurant Hótel Holti.
Keppnin verður haldin á Gallery restaurant Hótel Holti og er markmið keppninnar að kynna franskt hráefni og franskar matarhefðir.
Keppnin
Keppendur þurfa að elda rétti úr fyrirfram ákveðnu frönsku gæðahráefni. Réttirnir mega vera byggðir á frönsku klassíkinni en þurfa þó að vera framsettir á nútímalegan og skapandi máta.
Forkeppnin fer fram þann 12. maí þar sem keppendur mæta með fullundirbúinn rétt og hafa svo 1 klst. Í eldhúsi Hótel Holts til að stilla upp aðalrétti fyrir 5 manns, 3 diskar fyrir dómara og tveir diskar í myndatöku og útstillingu. Úrslitin fara svo fram 14. maí þar sem þrír stigahæstu keppendurnir úr forkeppninni elda þriggja rétta máltíð fyrir fimm manns og mega þeir eins og í forkeppninni mæta með allt undirbúið og hafa þá 2 klst. til að framreiða þrjá rétti.
Hráefnislisti verður kynntur keppendum að minnsta kosti 4 vikum fyrir keppni.
Dómnefnd
Yfirdómari keppninar kemur úr röðum Klúbbs matreiðslumeistara Frakklands og við hlið hans sitja tveir af okkar virtustu matreiðslumönnum þeir Sturla Birgisson og Hákon Már Örvarsson.
Gala kvöldverður
Þann 15. maí verður svo haldin veglegur Gala kvöldverður að hætti Friðgeirs og félaga á Gallery restaurant Hótel Holt þar sem úrslitin verða kynnt.
Til miklis að vinna
Verðlaunin eru ekki af lakari kantinum en sigurvegara keppninnar verður boðið á virtustu matreiðslukeppni heims Bocuse d Or í janúar 2015 ásamt viku dvöl við vinnu á Michelin veitingastað í Alsace Frakklandi.
Skráning
Skráning í keppnina hefst Miðvikudaginn 2.Apríl klukkan 10:00 (skráning fyrir þann tíma verður ekki tekin gild) Keppendur skrá sig með pósti á netfangið [email protected] þar sem tekið er fram nafn og kennitala keppanda ásamt vinnustað. Ef einhverjar spurningar vakna þá má endilega senda þær á sama netfang.
Athugið að einungis 15 fyrstu til að skrá sig hljóta keppnisrétt. Allir keppendur þurfa að hafa lokið sveinsprófi í matreiðslu.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum