Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matreiðslukennsla innan rimla fangelsis
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslusnillingur var með námskeið fyrir fanga á Litla Hrauni, en eins og menn vita er tilraun í gangi með að þeir eldi sjálfir, svo þeir séu færir um að fæða sig þegar komið er aftur út í hinn harða heim.
Meðal þess sem fangarnir óskuðu eftir að læra hjá Úlfari var ræktun á kryddjurtum og eldun á fiski, og kom hann með fræ með sér, sem að fangarnir sjá um að gera að kryddjurtum.
Er þetta flott framtak hjá Margréti Frímannsdóttur og starfsfólki á Hrauninu, og leiðir til þess að viðkomandi hópur ber meiri virðingu fyrir matnum og umleið sjálfum sér.
Það skal tekið fram að það er annar matreiðslusnillingur sem selur þeim hráefnið en Sölvi Hilmarsson rekur verslunina á Hrauninu en hún heitir því fróma nafni Rimlakjör og er sennilegast sú síðasta verslun sem brotist væri inn í.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin