Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matreiðslukennsla innan rimla fangelsis
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslusnillingur var með námskeið fyrir fanga á Litla Hrauni, en eins og menn vita er tilraun í gangi með að þeir eldi sjálfir, svo þeir séu færir um að fæða sig þegar komið er aftur út í hinn harða heim.
Meðal þess sem fangarnir óskuðu eftir að læra hjá Úlfari var ræktun á kryddjurtum og eldun á fiski, og kom hann með fræ með sér, sem að fangarnir sjá um að gera að kryddjurtum.
Er þetta flott framtak hjá Margréti Frímannsdóttur og starfsfólki á Hrauninu, og leiðir til þess að viðkomandi hópur ber meiri virðingu fyrir matnum og umleið sjálfum sér.
Það skal tekið fram að það er annar matreiðslusnillingur sem selur þeim hráefnið en Sölvi Hilmarsson rekur verslunina á Hrauninu en hún heitir því fróma nafni Rimlakjör og er sennilegast sú síðasta verslun sem brotist væri inn í.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025