Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matreiðslukennsla innan rimla fangelsis
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslusnillingur var með námskeið fyrir fanga á Litla Hrauni, en eins og menn vita er tilraun í gangi með að þeir eldi sjálfir, svo þeir séu færir um að fæða sig þegar komið er aftur út í hinn harða heim.
Meðal þess sem fangarnir óskuðu eftir að læra hjá Úlfari var ræktun á kryddjurtum og eldun á fiski, og kom hann með fræ með sér, sem að fangarnir sjá um að gera að kryddjurtum.
Er þetta flott framtak hjá Margréti Frímannsdóttur og starfsfólki á Hrauninu, og leiðir til þess að viðkomandi hópur ber meiri virðingu fyrir matnum og umleið sjálfum sér.
Það skal tekið fram að það er annar matreiðslusnillingur sem selur þeim hráefnið en Sölvi Hilmarsson rekur verslunina á Hrauninu en hún heitir því fróma nafni Rimlakjör og er sennilegast sú síðasta verslun sem brotist væri inn í.
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni4 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir2 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






