Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matreiðslukennsla innan rimla fangelsis
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslusnillingur var með námskeið fyrir fanga á Litla Hrauni, en eins og menn vita er tilraun í gangi með að þeir eldi sjálfir, svo þeir séu færir um að fæða sig þegar komið er aftur út í hinn harða heim.
Meðal þess sem fangarnir óskuðu eftir að læra hjá Úlfari var ræktun á kryddjurtum og eldun á fiski, og kom hann með fræ með sér, sem að fangarnir sjá um að gera að kryddjurtum.
Er þetta flott framtak hjá Margréti Frímannsdóttur og starfsfólki á Hrauninu, og leiðir til þess að viðkomandi hópur ber meiri virðingu fyrir matnum og umleið sjálfum sér.
Það skal tekið fram að það er annar matreiðslusnillingur sem selur þeim hráefnið en Sölvi Hilmarsson rekur verslunina á Hrauninu en hún heitir því fróma nafni Rimlakjör og er sennilegast sú síðasta verslun sem brotist væri inn í.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars