Freisting
Matreiðslubók íslenska lýðveldisins
Í dag 1. desember var gefin út matreiðslubók íslenska lýðveldisins og hefur hún að geyma fjöldan allann af hátíðarmatseðlum. Í fréttatilkynningunni segir að Matreiðslubók íslenska lýðveldisins sé nýstárleg matreiðslubók sem hefur að geyma fjölda spennandi hátíðarmatseðla auk þess að vera greinargóð heimild um skemmtilegan kima Íslandssögunnar.
Í bókinni eru um 70 hátíðarmálsverðir ríkulega myndskreyttir ásamt myndum af því heiðursfólki sem setið hefur þessar veislur.
Matreiðslubók íslenska lýðveldisins hefur að geyma úrval rétta sem bornir hafa verið fram í boði íslenska lýðveldisins. Veislur haldnar til heiðurs konungsfjölskyldum, forsetum, ráðherrum og fleiri stórmennum eru efniviður þessarar veglegu bókar.
Hér má meðal annars finna villibráð, ýmis konar sjávarfang og annað lostæti úr íslenskri náttúru meðhöndlað af feðgunum Elíasi Einarssyni og Eyjólfi Elíassyni, en þeir þjónuðu íslensku ríkisstjórninni, Alþingi og fleirum um árabil. Starf þeirra fólst í að skipuleggja veislur og móttökur fyrir hönd hinna ýmsu ráðherra og fyrirmanna íslenska lýðveldisins.
Hér getur þú lesið valda kafla úr bókinni
Hægt er að kaupa bókina á netinu hér

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata