Vertu memm

Freisting

Matreiðslubók íslenska lýðveldisins

Birting:

þann

Í dag 1. desember var gefin út matreiðslubók íslenska lýðveldisins og hefur hún að geyma fjöldan allann af hátíðarmatseðlum. Í fréttatilkynningunni segir að Matreiðslubók íslenska lýðveldisins sé nýstárleg matreiðslubók sem hefur að geyma fjölda spennandi hátíðarmatseðla auk þess að vera greinargóð heimild um skemmtilegan kima Íslandssögunnar.

Í bókinni eru um 70 hátíðarmálsverðir ríkulega myndskreyttir ásamt myndum af því heiðursfólki sem setið hefur þessar veislur.

Matreiðslubók íslenska lýðveldisins hefur að geyma úrval rétta sem bornir hafa verið fram í boði íslenska lýðveldisins. Veislur haldnar til heiðurs konungsfjölskyldum, forsetum, ráðherrum og fleiri stórmennum eru efniviður þessarar veglegu bókar.

Hér má meðal annars finna villibráð, ýmis konar sjávarfang og annað lostæti úr íslenskri náttúru meðhöndlað af feðgunum Elíasi Einarssyni og Eyjólfi Elíassyni, en þeir þjónuðu íslensku ríkisstjórninni, Alþingi og fleirum um árabil. Starf þeirra fólst í að skipuleggja veislur og móttökur fyrir hönd hinna ýmsu ráðherra og fyrirmanna íslenska lýðveldisins.

Hér getur þú lesið valda kafla úr bókinni

Hægt er að kaupa bókina á netinu hér

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið