Freisting
Matreiðslubók íslenska lýðveldisins
Í dag 1. desember var gefin út matreiðslubók íslenska lýðveldisins og hefur hún að geyma fjöldan allann af hátíðarmatseðlum. Í fréttatilkynningunni segir að Matreiðslubók íslenska lýðveldisins sé nýstárleg matreiðslubók sem hefur að geyma fjölda spennandi hátíðarmatseðla auk þess að vera greinargóð heimild um skemmtilegan kima Íslandssögunnar.
Í bókinni eru um 70 hátíðarmálsverðir ríkulega myndskreyttir ásamt myndum af því heiðursfólki sem setið hefur þessar veislur.
Matreiðslubók íslenska lýðveldisins hefur að geyma úrval rétta sem bornir hafa verið fram í boði íslenska lýðveldisins. Veislur haldnar til heiðurs konungsfjölskyldum, forsetum, ráðherrum og fleiri stórmennum eru efniviður þessarar veglegu bókar.
Hér má meðal annars finna villibráð, ýmis konar sjávarfang og annað lostæti úr íslenskri náttúru meðhöndlað af feðgunum Elíasi Einarssyni og Eyjólfi Elíassyni, en þeir þjónuðu íslensku ríkisstjórninni, Alþingi og fleirum um árabil. Starf þeirra fólst í að skipuleggja veislur og móttökur fyrir hönd hinna ýmsu ráðherra og fyrirmanna íslenska lýðveldisins.
Hér getur þú lesið valda kafla úr bókinni
Hægt er að kaupa bókina á netinu hér
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina