Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Matr opnar í Norræna húsinu

Birting:

þann

Árni Ólafur Jónsson

Árni Ólafur Jónsson

Í dag opnaði nýtt kaffihús í Norræna húsinu sem ber heitið Matr.

Matr er forn ritháttur á orðinu matur og einnig nafn á eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Sjá einnig: Sveinn Kjartansson hættir á AALTO Bistro í Norræna húsinu

Á Matr verður boðið upp á síðbúinn morgunverð og gómsæta rétti í hádeginu en yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.

Sjá einnig: Nomy í samstarf við Norræna húsið

Kaffihúsið er rekið af Árna Ólafi Jónssyni, kokki og sjónvarpsmanni, sem margir kannast við úr matarþáttunum Hið blómlega bú. Kaffihúsið er eins árs tilraunaverkefni þar sem Árni ætlar að kanna hversu langt hann getur farið með hugtakið ruslfrítt. Áhersla er á notalegheit, norræna matargerð, nýtni og virðingu við hráefni.

Norræna húsið

Norræna húsið

Heimasíða: www.matr.is

Mynd: facebook / Norræna húsið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið