Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Matr opnar í Norræna húsinu
Í dag opnaði nýtt kaffihús í Norræna húsinu sem ber heitið Matr.
Matr er forn ritháttur á orðinu matur og einnig nafn á eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Sjá einnig: Sveinn Kjartansson hættir á AALTO Bistro í Norræna húsinu
Á Matr verður boðið upp á síðbúinn morgunverð og gómsæta rétti í hádeginu en yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.
Sjá einnig: Nomy í samstarf við Norræna húsið
Kaffihúsið er rekið af Árna Ólafi Jónssyni, kokki og sjónvarpsmanni, sem margir kannast við úr matarþáttunum Hið blómlega bú. Kaffihúsið er eins árs tilraunaverkefni þar sem Árni ætlar að kanna hversu langt hann getur farið með hugtakið ruslfrítt. Áhersla er á notalegheit, norræna matargerð, nýtni og virðingu við hráefni.
Heimasíða: www.matr.is
Mynd: facebook / Norræna húsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina