Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess
Matkráin ehf, sem er í eigu þeirra Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, hlýtur Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2020.
Hlýtur umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2020 fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess .. þar sem smekkvísi og hugmyndarauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi .
Í tilkynningu frá Matkránni segir:
„Ágætu Hvergerðingar, sunnlendingar allir og borgarbúar!
það er ekki laust við að vorið sé komið og sumar innan seilingar.
Og hvað gera “bændur” þá? jú sópa bæjarhelluna og taka fram útihúsgögnin.
Einnig hefur verið sett markísa og hitalampar til að gera notalegt.
Vonandi fáum við gott sumarstarfsfólk um helgar svo okkur takist að þjóna ykkur sem best.
Hlökkum til sumarvertíðar og erum vel undir hana búin.
Takmarka þarf gestafjölda en það vitum við öll gestir og veitingamennirnir og finnum útúr því saman.
Matkráin hlaut umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og erum við sérlega ánægðir og þakklátir fyrir þau.
Gleðilegt sumar og njótum þess að vera til.“
Veitingahúsið Matkráin í Hveragerði hóf starfsemi fyrsta dag júní mánaðar 2019.
Ekta danskt smurbrauð
Matkráin býður meðal annars upp á ekta danskt smurbrauð.
Myndir af smurbrauði: facebook / Matkráin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi