Food & fun
Mathús Garðabæjar – Food and Fun 2019
Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari heimsækir nokkra veitingastaði sem taka þátt í Food and Fun hátíðinni næstu daga og féllst á að leyfa lesendum veitingageirans að njóta þess með sér.
Mathús Garðabæjar
Mathúsið í Garðabæ hefur komið sterkt inn í veitingahúsaflóruna frá því að það var opnað árið 2016. Þar er iðulega þröngt á þingi og mælt er með því að panta borð jafnvel í hádeginu á virkum dögum.
Gestkakokkur Mathússins á Food and Fun hátíðinni í ár er Richard Falk frá Bretlandi. Svo skemmtilega vill til að hann lærði verkfræði áður en hann fann köllun sína í eldhúsinu. Hann fer á kostum í Garðabænum og óhætt að mæla með skemmtilegri matarupplifun þar um helgina.
Það versta sem ég geri er að taka einn rétt framar öðrum en stundum er það líka gaman og hér var það ekkert sérstaklega erfitt. En lambamjöðmin stóð þó upp úr með rösti-kartöflum, bláskel og þangi. Þetta kom á einhvern máta svo mikið á óvart þessi blanda og upplifunin var frábær.
Sama má segja um eftirréttinn, hann er hreint út sagt afbragð, en svona til að gera langa sögu stutta þá var maturinn framúrskarandi á allan máta.
Þjónustan var framúrskarandi og áhuginn fyrir þessari uppákomu leyndi sér ekki hjá glaðlegu starfsfólkinu.
Ég mæli eindregið með Mathúsinu og hvet ykkur til að panta borð tímalega til öryggis.
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





























