Sverrir Halldórsson
Matarvagnar í höfuðborginni – Veitingarýni
Kjötsúpa í Mæðragarði
Þessi vagn er staðsettur í áðurnefndum garði sem er við hliðina á gamla miðbæjarskólanum í Lækjargötu. Hann býður upp á íslenska kjötsúpu í tveimur stærðum og kostar sú minni 900 kr. og stærri 1100 kr., einnig er hægt að kaupa auka kjöt fyrir 250 kr.
Súpan er mjög góð Íslensk kjötsúpa með gulrótum, rófum, lauk, kartöflum og kjöti, hæfilega heit svo að maður getur strax byrjað að neyta hennar, rík þjónustulund og sagði sá sem afgreiddi mig að þeir stefni á að vera þarna í allan vetur.
Vel þess virði að smakka.
Kjötsúpa á Skólavörðuholti
Þessi vagn er staðsettur milli Hallgrímskirkju og Iðnskólans. Boðið er upp á Íslenska kjötsúpu að þeirra hætti sem er með grænmeti, hvítlauk, engifer og chilli og kostar 690 kr. minni skammturinn en 900 kr. sá stærri.
Þegar ég fékk súpuna var hún svo heit að ég þurfti að láta hana standa í 10 mínútur þar til hún var borðanleg, bragðið var einungis chilli bragð og í súpunni var blómkál, broccoli og örfáir kjötbitar, á meðan ég sat og borðaði súpuna var erlendur ferðamaður sem keypti súpu en hann bað tvisvar um að setja kalt vatn út í til að kæla, þjónustulundin var mjög góð.
Mæli ekki með henni.
Humarréttir á Lækjartorgi
Vagninn er staðsettur að horni Lækjargötu og Hafnarstrætis og býður upp á humarsúpu, humarsamloku og humarsalat. Súpan kostar 1290 kr., báturinn 990 kr. hálfur og 1890 kr. heill, salatið kostar 1490 kr. og auka humar 450 kr.
Ég fékk mér súpuna og heilan sub og súpan var virkilega góð og töluvert af humri í henni, báturinn var vel útilátinn og fantagóður, þjónustulundin hjá starfsfólkinu var alveg til fyrirmyndar.
Ég mæli hiklaust með að prófa þennann vagn.
Krabbakökur á Ægisgarði
Vagninn er staddur við hliðina á hvalaskoðunarsöluskúrunum og er hugmynd tveggja ungra drengja sem eru í samvinnu við Matís en þeir hafa hannað krabbakökur úr grjótkrabba sem þeir veiða sjálfir, útbúa og selja þar.
Ég fékk mér krabbaköku í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu, hrásalati og steiktum kartöflubátum, einnig fylgdi með chillimayonnaise og kostaði það 1900 kr.
Ég smakkaði fyrst á chillisósunni og var fljótur að henda henni í ruslið því hún drap allt annað bragð svo sterk var hún en það sem eftir var, var bara þrælgott og er frumraun þessara drengja hvatning til annarra, að oft þarf bara viljann til að skapa eitthvað gott.
Mæli með þessum vagni.

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu