Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Matarslóðir Skagafjarðar, ferð um bragð, fólk og landslag

Birting:

þann

Matarslóðir Skagafjarðar, ferð um bragð, fólk og landslag

Helgina 25. og 26. október býður Skagafjörður gestum í einstaka matarferð í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin nefnist Matarslóðir Skagafjarðar og er ætluð öllum sem bera áhuga á íslenskri matarmenningu, staðbundnum hráefnum og upplifun sem tengir saman náttúru, fólk og bragð.

Ferðin hefst á Hofsstöðum á laugardegi klukkan 13:30 og lýkur á sunnudegi um klukkan 16:00. Á þessum tveimur dögum kynnast þátttakendur fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana, bændum, frumkvöðlum og listafólki sem vinna af ástríðu og virðingu fyrir náttúru og menningu svæðisins.

Matarslóðir Skagafjarðar, ferð um bragð, fólk og landslag

Á meðal viðkomustaða eru Brúnastaðir þar sem geitaostagerð hefur verið þróuð af miklum metnaði. Þar fá gestir að sjá mjaltabás og fylgjast með ostagerð hjá Stefaníu Hjördísi og Jóhannesi. Í Hringversskógi í Hjaltadal tekur Anna Árnína á móti hópnum við eldinn og segir frá skógarrækt, jólatrjáarækt og nýtingu lerkisveppa í matargerð.

Matarslóðir Skagafjarðar, ferð um bragð, fólk og landslag

Á Starrastöðum verður rósarækt í aðalhlutverki, þar sem gestir fá að sjá hvernig rósir eru nýttar í fjölbreyttar vörur, allt frá rósatei til rósasmjörs. Í Rúnalist Gallerí á Stórhóli tekur Sigrún Indriðadóttir á móti hópnum og sýnir bæði listaverk og matvælaframleiðslu í fallegu umhverfi. Þá verður einnig komið við í Sölvanesi og Breiðargerði, þar sem lífrænt vottuð bú eru rekin af eldmóði og metnaði. Þar fá gestir innsýn í áskoranir og tækifæri sem fylgja lífrænni framleiðslu.

Matarslóðir Skagafjarðar, ferð um bragð, fólk og landslag

Ferðin endar í Héðinsminni þar sem Auður Herdís Sigurðardóttir, eigandi Áskaffi góðgæti, tekur á móti gestum með heimabökuðum tertum og segir frá áformum um afslappaðar skoðunarferðir um Skagafjörð.

Ferðin endar í Héðinsminni þar sem Auður Herdís Sigurðardóttir tekur á móti gestum með síðbúnum hádegisverði og kynnir Áskaffi góðgæti, framleiðslu á gamaldags lagtertum og árstíðabundnum matarviðburðum sem hún heldur í félagsheimilinu.

Með viðburðum sem þessum vilja Slow Food samtökin leggja áherslu á hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við innviði landsbyggðarinnar, dregið fram sérstöðu svæða og eflt sjálfbæra atvinnuuppbyggingu. Það besta við slíka ferð er þó einfalt, hún sameinar bragð, menningu og samfélag á ánægjulegan hátt.

Nánari upplýsingar veitir Þórhildur María Jónsdóttir í tölvupósti á [email protected] eða í síma: 863 6355.

Sjá einnig viðburðinn á Facebook.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið