Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarslóðir Skagafjarðar, ferð um bragð, fólk og landslag
Helgina 25. og 26. október býður Skagafjörður gestum í einstaka matarferð í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin nefnist Matarslóðir Skagafjarðar og er ætluð öllum sem bera áhuga á íslenskri matarmenningu, staðbundnum hráefnum og upplifun sem tengir saman náttúru, fólk og bragð.
Ferðin hefst á Hofsstöðum á laugardegi klukkan 13:30 og lýkur á sunnudegi um klukkan 16:00. Á þessum tveimur dögum kynnast þátttakendur fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana, bændum, frumkvöðlum og listafólki sem vinna af ástríðu og virðingu fyrir náttúru og menningu svæðisins.
Á meðal viðkomustaða eru Brúnastaðir þar sem geitaostagerð hefur verið þróuð af miklum metnaði. Þar fá gestir að sjá mjaltabás og fylgjast með ostagerð hjá Stefaníu Hjördísi og Jóhannesi. Í Hringversskógi í Hjaltadal tekur Anna Árnína á móti hópnum við eldinn og segir frá skógarrækt, jólatrjáarækt og nýtingu lerkisveppa í matargerð.
Á Starrastöðum verður rósarækt í aðalhlutverki, þar sem gestir fá að sjá hvernig rósir eru nýttar í fjölbreyttar vörur, allt frá rósatei til rósasmjörs. Í Rúnalist Gallerí á Stórhóli tekur Sigrún Indriðadóttir á móti hópnum og sýnir bæði listaverk og matvælaframleiðslu í fallegu umhverfi. Þá verður einnig komið við í Sölvanesi og Breiðargerði, þar sem lífrænt vottuð bú eru rekin af eldmóði og metnaði. Þar fá gestir innsýn í áskoranir og tækifæri sem fylgja lífrænni framleiðslu.

Ferðin endar í Héðinsminni þar sem Auður Herdís Sigurðardóttir, eigandi Áskaffi góðgæti, tekur á móti gestum með heimabökuðum tertum og segir frá áformum um afslappaðar skoðunarferðir um Skagafjörð.
Ferðin endar í Héðinsminni þar sem Auður Herdís Sigurðardóttir tekur á móti gestum með síðbúnum hádegisverði og kynnir Áskaffi góðgæti, framleiðslu á gamaldags lagtertum og árstíðabundnum matarviðburðum sem hún heldur í félagsheimilinu.
Með viðburðum sem þessum vilja Slow Food samtökin leggja áherslu á hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við innviði landsbyggðarinnar, dregið fram sérstöðu svæða og eflt sjálfbæra atvinnuuppbyggingu. Það besta við slíka ferð er þó einfalt, hún sameinar bragð, menningu og samfélag á ánægjulegan hátt.
Nánari upplýsingar veitir Þórhildur María Jónsdóttir í tölvupósti á [email protected] eða í síma: 863 6355.
Sjá einnig viðburðinn á Facebook.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park








